Viðskipti innlent

Frestur Jóns Ásgeirs framlengdur til mánudags

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frestur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til að skila inn lista yfir eignir sínar til slitastjórnar Glitnis framlengist fram á mánudag, segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar. „Ég geng út frá því," segir Steinunn. Fresturinn átti upphaflega að renna út klukkan tvö í dag.

Slitastjórnin hefur stefnt Jóni Ásgeiri og sex öðrum fyrir dómstól í New York og krafist 256 milljarða króna skaðabóta. Telur slitastjórnin að sjömenningarnir hafi tekið fé úr bankanum og nýtt það í þágu sína og fyrirtækja sinna.

Steinunn sagðist gera ráð fyrir því að fresturinn rynni út klukkan eitt að íslenskum tíma á mánudaginn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×