Handbolti

Lykilleikmenn framlengja við Hamburg

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hans Lindberg.
Hans Lindberg.

Stuðningsmenn handboltaliðs Hamborgar fengu góð tíðindi í dag er þrír lykilmenn liðsins framlengdu við félagið. Þetta eru danski hornamaðurinn Hans Lindberg, króatíski línumaðurinn Igor Vori og þýski markvörðurinn Johannes Bitter.

Allir voru þeir að renna út á samningi og þar af leiðandi eftirsóttir af mörgum félögum. Þeir ákváðu þó allir að vera áfram hjá HSV.

"Ég er himinlifandi með nýja samninginn því hér vildi ég vera," sagði Lindberg sem er á sínu fjórða ári hjá félaginu.

Bitter hefur verið hjá félaginu síðan 2007 og Vori er á sínu öðru ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×