Handbolti

Naumt tap Íslendingaliðsins Emsdetten - Áfram í næst efstu deild

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Íslendingaliðið Emsdetten komst ekki upp í þýsku úrvalsdeildina í handbolta eftir umspilið við Dormagen. Liðið tapaði fyrri leiknum með fjórum mörkum en vann síðari leikinn í dag með þremur, 29-26. Það dugir ekki til og því þurfa Hreiðar Levý Guðmundsson, Fannar Þór Friðgeirsson og Patrekur Jóhannesson þjálfari að bíta í það súra epli að spila í næst efstu deild á næsta tímabili. Fannar fer til félagsins í sumar og Patrekur tekur þá við þjálfun þess. Sigurbergur Sveinsson og Árni Sigtryggsson fagna þó því þeir ganga í raðir Dormagen í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×