Innlent

Hálfheyrnarlaus eftir bíóferð með barnabörnum

Vilmar týndi heyrnatækinu sínu í Sambíóinu í Egilshöll.
Vilmar týndi heyrnatækinu sínu í Sambíóinu í Egilshöll. Mynd/Sambio.is
„Það má segja að ég hafi heyrt fyrri partinn betur en seinni partinn, en það er rosalega leiðinlegt að lenda í þessu," segir Vilmar Pedersen sem fór með tvö barnabörn sín í bíó í Egilshöll um helgina að sjá Narníu í 3D.

Þegar myndin var hálfnuð byrjar heyrnartæki, sem Vilmar er nýlega byrjaður að nota að, að gefa frá sér hljóð sem merkir að það sé að verða batteríslaust. Hann tekur þá heyrnartækið úr sér og setur það þá í hvítt hulstur. Þegar heim var komið ætlaði hann að skipta um batterí í því en uppgötvar þá að hann er ekki með tækið á sér.

„Ég er búinn að leita af því út um allt bæði hér heima og ég fékk að fara í Sambíóin og leita undir sætinu sem ég sat í, en það finnst ekki," segir hann en heyrnartæki eins og þetta kostar hundruð þúsunda.

„Þetta átti að vera eins og nýju fötin keisarans, það átti allt að heyrast betur, en það dugði stutt. Í raun svo stutt að ég er enn tækjalaus í dag," segir Vilmar sem er þó ekki alveg heyrnarlaus því tækið átti einungis að bæta heyrnina.

Barnabörnin voru þó ánægð. „Þau skemmtu sér vel, enda er myndin góð."

Vilmar biður þá sem eitthvað gætu vitað um afdrif heyrnartækisins að hafa samband við sig í síma 899-2402. „Ég yrði mjög þakklátur ef einhver veit um tækið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×