Erlent

Björgunarhylkið tilbúið í Chile

Óli Tynes skrifar

Hylkið sem verður notað til að bjarga námumönnunum í Chile hefur nú verið sett upp og prófað. Vonast er til að fyrsti maðurinn náist upp á yfirborðið í kvöld.

Spennan og eftirvæntingin er nú að ná hámarki í Chile. Ættingjar og vinir námumannanna bíða þeirra ásamt hundruðum fréttamanna víðsvegar að úr heiminum. Það tekur eina til eina og hálfa klukkustund að hífa hvern mann upp og því ljóst að björgunin tekur tvo til þrjá sólarhringa.

Námumennirnir hafa náð samkomulagi um að verkstjóri þeirra verði síðastur upp á yfirborð jarðar, en þeir höfðu allir viljað vera síðastir. Þeir eru nú búnir að vera innilokaðir á 700 metra dýpi í 68 daga.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×