Innlent

Níu milljónir til 50 verkefna

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði fær eina milljón þetta árið.
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði fær eina milljón þetta árið.
Fimmtíu fá styrk úr Tónlistarsjóði fyrir síðari hluta þessa árs, ýmist til tónleika- eða hátíðahalda, plötuútgáfu eða kynningarstarfsemi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur úthlutað styrkjunum að tillögu tónlistarráðs og nemur heildarstyrkfjárhæðin 8,95 milljónum.

Hæsta styrkinn, eina milljón, fær Þjóðlagahátíðin á Siglufirði og Tónlistarhátíðin Við Djúpið hlýtur næsthæstan styrk, eða hálfa milljón. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins fær 400 þúsund króna styrk til tónleikahalds og tónleikaferðar. Lægsti styrkurinn nemur fimmtíu þúsund krónum.

Alls bárust 82 styrkumsóknir frá 76 aðilum í þetta sinn og nam heildarfjárhæð umsókna rúmum 38 milljónum. - sh



Fleiri fréttir

Sjá meira


×