Helena Sverrisdóttir verður í eldlínunni með TCU í úrslitakeppni bandarísku háskóladeildarinnar þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið sér inn sæti með beinum hætti.
TCU tapaði í undanúrslitum Mountain West deildarinnar á dögunum. Sérstök valnefnd valdi hinsvegar TCU áfram en þetta er í níunda sinn á tíu árum sem skólinn kemst áfram með þeim hætti.
Á laugardag mun TCU mæta Dayton skólanum í fyrstu umferð úrslitakeppninna í Knoxville í Tennessee.