Innlent

Fundi lokið - engin niðurstaða

Árangurslaus fundur.
Árangurslaus fundur.

Engin niðurstaða fékkst á fundi ríkisstjórnar og stjórnarandstöðunnar en honum lauk fyrir stundu.

Fundurinn hófst upp úr klukkan átta í kvöld og var haldinn í stjórnarráðshúsinu. Þetta er annar fundurinn með sem ríkisstjórnin heldur með stjórnarandstöðunni en þar er reynt að ná samstöðu í Icesave málinu.

Samstaða á meðal stjórnar og stjórnarandstöðu er talin vera grundvöllur fyrir því að hægt sé að fara fram á nýjar samningaviðræður við Breta og Hollendinga.

Verði ekkert af nýjum samningaviðræðum má gera ráð fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave lögin fari fram í lok febrúar eða fyrsta laugardaginn í mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×