Umfjöllun: Stríðsdans Framara fyrir norðan Hjalti Þór Hreinsson skrifar 25. mars 2010 20:47 Haraldur Þorvarðarson var markahæstur Framara í kvöld. Fréttablaðið Fram vann frábæran fimm marka sigur á Akureyri fyrir norðan í kvöld. Lokatölur 26-31 fyrir Framara sem hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Akureyri hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir liðunum í botnbaráttunni. Fyrri hálfleikur var illa leikinn af hálfu beggja liða. Akureyringar náðu ekki upp einkenni sínu, góðum varnarleik, á meðan þeir skutu hræðilega illa úr góðum færum. Sókn Framara var að sama skapi ómarkviss og þeir spiluðu heldur ekki góða vörn. Markmenn beggja liða voru þó góðir, báðir með níu skot og báðir vörðu þeir vel úr dauðafærum. Staðan 13-13 í hálfleik. Akureyringar voru hálf sofandi í síðari hálfleiknum. Framarar komust þremur mörkum yfir og hefðu átt að gera meira til að stinga af. Það gekk ekki og Akureyri jafnaði í 20-20 um miðbik hálfleiksins. Enn var ákveðin deyfð yfir leiknum. Framarar voru sterkari á lokasprettinum, þeir náðu upp forskoti og það var eins og Akureyringar hefðu ekki trú á því að þeir gætu unnið stemningslið Framara. Þeir unnu að lokum með fimm mörkum, 26-31. Framarar sýndu mikinn styrk með því að halda út og klára Akureyringa sem voru hreint út sagt slakir í leiknum. Liðið rokkar upp og niður og það var til að mynda frábært fyrir viku þegar það vann FH. Síðan hefur það tapað fyrir Gróttu og nú Fram. Stöðugleikaskortur er helsti óvinur liðsins. Framarar hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum, en vegna arfadapurs árangurs fyrir áramót er liðið enn í harðri botnbaráttu. Það eru þó litlar líkur á að liðið falli ef það heldur áfram að spila af þessari grimmd. Liðið fagnaði ógurlega í leikslok og samheldnin í liðinu er klárlega til staðar. Framarar geta vel við unað eftir sigurinn, þeir skoruðu ellefu mörk gegn sex á síðustu tuttugu mínútum leiksins, og eru vel að sigrinum komnir.Akureyri-Fram 26-31 (13-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 6 (15/1), Jónatan Magnússon 4 (8), Árni Þór Sigtryggsson 4 (12), Andri Snær Stefánsson 3/3 (4/4), Heimir Örn Árnason 3 (9), Guðmundur H. Helgason 2 (4), Hörður F. Sigþórsson 2 (6), Geir Guðmundsson 2 (6).Varin skot: Hafþór Einarsson 10 (26) 38%, Hörður Flóki Ólafsson 4 (19) 21%.Hraðaupphlaup: 9 (Oddur 3, Árni 2, Hörður, Geir, Jónatan, Guðmundur, ).Fiskuð víti: 5 (Hörður 2, Oddur 2, Jónatan).Utan vallar: 10 mín.Mörk Fram (skot): Haraldur Þorvarðarson 7 (9), Róbert Aron Hostert 6 (12), Andri Berg Haraldsson 5 (14), Daníel Berg Grétarsson 4 (12), Stefán Stefánsson 3 (4), Guðjón Finnur Drengsson 2 (2), Einar Rafn Eiðsson 2/1 (6), Arnar Hálfdánarson 1 (1), Jóhann Karl Reynisson 1 (1).Varin skot: Magnús Erlendsson 23 (48) 48%, Sigurður Örn Arnarson 1/1 (2/2) % 50%.Hraðaupphlaup: 4 (Stefán, Haraldur, Arnar, Jóhann).Fiskuð víti: 1 (Stefán).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Frábærir framan af en misstu tökin undir lokin. Olís-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira
Fram vann frábæran fimm marka sigur á Akureyri fyrir norðan í kvöld. Lokatölur 26-31 fyrir Framara sem hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Akureyri hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir liðunum í botnbaráttunni. Fyrri hálfleikur var illa leikinn af hálfu beggja liða. Akureyringar náðu ekki upp einkenni sínu, góðum varnarleik, á meðan þeir skutu hræðilega illa úr góðum færum. Sókn Framara var að sama skapi ómarkviss og þeir spiluðu heldur ekki góða vörn. Markmenn beggja liða voru þó góðir, báðir með níu skot og báðir vörðu þeir vel úr dauðafærum. Staðan 13-13 í hálfleik. Akureyringar voru hálf sofandi í síðari hálfleiknum. Framarar komust þremur mörkum yfir og hefðu átt að gera meira til að stinga af. Það gekk ekki og Akureyri jafnaði í 20-20 um miðbik hálfleiksins. Enn var ákveðin deyfð yfir leiknum. Framarar voru sterkari á lokasprettinum, þeir náðu upp forskoti og það var eins og Akureyringar hefðu ekki trú á því að þeir gætu unnið stemningslið Framara. Þeir unnu að lokum með fimm mörkum, 26-31. Framarar sýndu mikinn styrk með því að halda út og klára Akureyringa sem voru hreint út sagt slakir í leiknum. Liðið rokkar upp og niður og það var til að mynda frábært fyrir viku þegar það vann FH. Síðan hefur það tapað fyrir Gróttu og nú Fram. Stöðugleikaskortur er helsti óvinur liðsins. Framarar hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum, en vegna arfadapurs árangurs fyrir áramót er liðið enn í harðri botnbaráttu. Það eru þó litlar líkur á að liðið falli ef það heldur áfram að spila af þessari grimmd. Liðið fagnaði ógurlega í leikslok og samheldnin í liðinu er klárlega til staðar. Framarar geta vel við unað eftir sigurinn, þeir skoruðu ellefu mörk gegn sex á síðustu tuttugu mínútum leiksins, og eru vel að sigrinum komnir.Akureyri-Fram 26-31 (13-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 6 (15/1), Jónatan Magnússon 4 (8), Árni Þór Sigtryggsson 4 (12), Andri Snær Stefánsson 3/3 (4/4), Heimir Örn Árnason 3 (9), Guðmundur H. Helgason 2 (4), Hörður F. Sigþórsson 2 (6), Geir Guðmundsson 2 (6).Varin skot: Hafþór Einarsson 10 (26) 38%, Hörður Flóki Ólafsson 4 (19) 21%.Hraðaupphlaup: 9 (Oddur 3, Árni 2, Hörður, Geir, Jónatan, Guðmundur, ).Fiskuð víti: 5 (Hörður 2, Oddur 2, Jónatan).Utan vallar: 10 mín.Mörk Fram (skot): Haraldur Þorvarðarson 7 (9), Róbert Aron Hostert 6 (12), Andri Berg Haraldsson 5 (14), Daníel Berg Grétarsson 4 (12), Stefán Stefánsson 3 (4), Guðjón Finnur Drengsson 2 (2), Einar Rafn Eiðsson 2/1 (6), Arnar Hálfdánarson 1 (1), Jóhann Karl Reynisson 1 (1).Varin skot: Magnús Erlendsson 23 (48) 48%, Sigurður Örn Arnarson 1/1 (2/2) % 50%.Hraðaupphlaup: 4 (Stefán, Haraldur, Arnar, Jóhann).Fiskuð víti: 1 (Stefán).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Frábærir framan af en misstu tökin undir lokin.
Olís-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira