Smokkafargan á Samveldisleikum Óli Tynes skrifar 15. október 2010 14:50 Það var óvenjumikið brölt og vandræði í kringum Samveldisleikana þetta árið. Í Samveldisleikunum taka þátt fyrrverandi nýlendur og yfirráðasvæði Breska heimsveldisins sem fengu sjálfstæði hvert af öðru upp úr síðari heimsstyrjöldinni. Þetta eru alls 54 lönd. Meðal þeirra má nefna Ástralíu og Bangladesh, Kanada og Kenya, og Suður-Afríku og Sri Lanka. Barist við rottur Leikarnir voru haldnir í Delhi á Indlandi að þessu sinni, en þeim lauk í gær. Minnstu munaði að þeim yrði aflýst þegar í ljós kom að aðstaðan þótti ekki mönnum bjóðandi. Einhver lýsti henni svo að íþróttamennirnir þyrftu að vaða aur og drullu til herbergja sinna og berjast við rottur um svefnpláss þegar þangað væri komið. Það tókst þó að kippa þessu í lag þannig að leikarnir fóru fram. En borgaryfirvöld í Delhi sitja uppi með talsverðan fjárhagsvanda. Sjöþúsund ungir og hressir íþróttamenn bjuggu saman í sérstöku hverfi sem hafði verið tekið frá fyrir þá. Graðir íþróttamenn Frá þessu hverfi kom svo gríðarlegt magn af notuðum smokkum að öll frárennsli í borginni stífluðust. Borgaryfirvöld þurftu því að ráða her manna til þess að moka burt smokkunum. Þessi smokkaher var við störf dag og nótt. Hann vann í akkorði og reikningurinn er því himinhár. Breska blaðið The Guardian talar um milljarða króna. Forseti Samveldisleikanna sér þó björtu hliðina á málinu: „Það er þó jákvætt að þáttakendur stundi ábyrgt kynlíf og noti smokka." Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Það var óvenjumikið brölt og vandræði í kringum Samveldisleikana þetta árið. Í Samveldisleikunum taka þátt fyrrverandi nýlendur og yfirráðasvæði Breska heimsveldisins sem fengu sjálfstæði hvert af öðru upp úr síðari heimsstyrjöldinni. Þetta eru alls 54 lönd. Meðal þeirra má nefna Ástralíu og Bangladesh, Kanada og Kenya, og Suður-Afríku og Sri Lanka. Barist við rottur Leikarnir voru haldnir í Delhi á Indlandi að þessu sinni, en þeim lauk í gær. Minnstu munaði að þeim yrði aflýst þegar í ljós kom að aðstaðan þótti ekki mönnum bjóðandi. Einhver lýsti henni svo að íþróttamennirnir þyrftu að vaða aur og drullu til herbergja sinna og berjast við rottur um svefnpláss þegar þangað væri komið. Það tókst þó að kippa þessu í lag þannig að leikarnir fóru fram. En borgaryfirvöld í Delhi sitja uppi með talsverðan fjárhagsvanda. Sjöþúsund ungir og hressir íþróttamenn bjuggu saman í sérstöku hverfi sem hafði verið tekið frá fyrir þá. Graðir íþróttamenn Frá þessu hverfi kom svo gríðarlegt magn af notuðum smokkum að öll frárennsli í borginni stífluðust. Borgaryfirvöld þurftu því að ráða her manna til þess að moka burt smokkunum. Þessi smokkaher var við störf dag og nótt. Hann vann í akkorði og reikningurinn er því himinhár. Breska blaðið The Guardian talar um milljarða króna. Forseti Samveldisleikanna sér þó björtu hliðina á málinu: „Það er þó jákvætt að þáttakendur stundi ábyrgt kynlíf og noti smokka."
Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira