Íslensku Markaðsverðlaunin voru afhent í hádeginu í dag. Tvíeykið Simmi & Jói voru saman valdir Markaðsmaður ársins. Markaðsfyrirtæki ársins er Borgarleikhúsið.
Rökstuðningur dómnefndar:
„Markaðsmaður ársins voru í raun tveir, tvíeyki sem eru sem einn maður, Simmi & Jói (Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson). Það var samdóma álit dómnefndar að þeir Simmi & Jói væru öðrum Íslendingum í kreppu góð fyrirmynd. Stundum þarf að standa upp og framkvæma hlutina, hrinda því óhugsandi í framkvæmd og láta ekki úrtölufólk standa í veginum. Á 6 mánuðum hafa þeir klárlega náð að gera Hamborgarafabrikkuna einn vinsælasta veitingastað landsins og svo til skuldlausan.
Markaðsfyrirtæki ársins var valið Borgarleikhúsið. Heildræn markaðsstefna Borgarleikhússins hefur gert fyrirtækinu kleift að ná sterkri fótfestu á markaðinum á mjög stuttum tíma. Borgarleikhúsið hefur verið stefnufast í markaðssókn sinni frá haustinu 2008. Þá var lögð skýr stefna og henni hefur verið fylgt eftir með tiltölulega litlum breytingum. Með nýju merki, nýrri stefnumótun og nýjum nálgunum er leikhúsið orðið sýnilegasta leikhús landsins."
Önnur tilnefnd fyrirtæki fyrir verðlaunin Markaðsfyrirtæki ársins voru Icelandair og Vínbúðin.
Simmi og Jói eru markaðsmenn ársins

Mest lesið

Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn
Viðskipti erlent






Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa
Viðskipti erlent