Innlent

Tveimur bílum stolið í hverri viku

Það sem af er þessu ári hefur 53 bifreiðum verið stolið samkvæmt upplýsingum á vef ríkislögreglustjóra.
Það sem af er þessu ári hefur 53 bifreiðum verið stolið samkvæmt upplýsingum á vef ríkislögreglustjóra. Mynd/Anton Brink
53 bílum hefur verið stolið hér á landi það sem af er þessu ári samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Þetta jafngildir því að tveimur bílum sé stolið í hverri viku.

Lögreglan hefur leitað til almennings til að hafa upp á þremur ökutækjum sem var stolið í síðustu viku. Um er að ræða bláa Subaru Impreza bifreiða með númerið HD L 61, ljósgráa Hyndai með númerið DSS 29 og dökkgráa Hyundai Getz bifreið með númerið YGX 41. Þeir sem geta veitt upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000.

Það sem af er þessu ári hefur 53 bifreiðum verið stolið samkvæmt upplýsingum á vef ríkislögreglustjóra. Að meðaltali er því tveim bílum stolið í hverri viku. Algengast er að þjófarnir steli bíllyklum í búningsklefum á sundstöðum og líkamsræktarstöðvum .

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er algengast að þjófar noti bílana í stuttan tíma og skilji þá síðan eftir á víðavangi. Það heyrir til undantekninga að reynt sé að koma bílunum í verð með einhverjum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×