EM: Svartfellingar lögðu heimsmeistarana Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar 7. desember 2010 18:47 Bojana Popovic fagnar einu níu marka sinna í dag. Nordic Photos / AFP Svartfellingar gerðu sér lítið fyrir og unnu heimsmeistara Rússa, 24-22, í fyrsta leik B-riðils á EM í Danmörku og Noregi. Liðin leika með Íslandi í riðli og voru fyrirfram talin tvö sterkustu lið riðilsins. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og síðustu mínúturnar reyndust afar spennandi. Fyrri hálfleikur var að stærstum hluta eign Rússana. Þeir byruðu strax á því að taka Bojönu Popovic, eina bestu handknattleikskonu heims, úr umferð. En Svartfellingar gátu brugðist við því og komust í 7-5 forystu. En þá skellti rússneska vörnin í lás og Maria Sidorova markvörður fór algerlega á kostum. Rússar skoruðu sjö mörk í röð og voru með fimm marka forystu í hálfleik, 15-10. Þrátt fyrir þessa yfirburði ákvað Evgeny Trefilov, hinn skrautlegi þjálfari rússneska liðsins, að skipta hálfu byrjunarliðinu af velli þegar best gekk. Það veikti þó rússneska liðið ekki neitt og liðið mallaði áfram eins og vel smurð vél. Sidorova varði tíu mörk í fyrri hálfleik og það virtist ekki mikið annað í kortunum en áframhaldandi yfirburðir Rússar í síðari hálfleik, sérstaklega þar sem sóknarleikur Svartfellinga var í molum undir lok hálfeiksins. Annað átti eftir að koma á daginn.Koroleva tekur skot að marki Svartfellinga.Nordic Photos / AFPRússar hættu að taka Popovic úr umferð og Svartfellingar náðu að spila miklu betri sóknarleik. Vörn og markvarsla varð alltaf betri og betri eftir því sem leið á leikinn og allt í einu voru Svartfellingar komnir yfir, 19-18, eftir að hafa skorað sjö mörk í röð. Allt var í járnum síðustu mínútur leiksins og jafnt á öllum tölum. Þar til að tvær mínútur voru eftir og Svartfellingum tókst að skora tvö mörk í röð. Tíminn reyndist of naumur fyrir Rússana og hélt Popovic upp á sigurinn með því að skora af rúmlega tíu metra færi um leið og leiktíminn rann út. Markvörðurinn Sonja Barjaktarovic var þó besti leikmaður Svartfellinga en hún fór mikinn í síðari hálfleik og varði tíu skot, þar af fjölmörg dauðafæri.Svartfellingar taka hér sóknarmann Rússa föstum tökum.Nordic Photos / AFPStærsti munurinn á liðunum var ef til vill það sem sneri að leikgleðinni. Á meðan að Svartfellingar fögnuðu nánast hverju einasta marki, bæði inn á vellinum sem og á bekknum, stökk þeim rússnesku varla bros allan leikinn. Og alltaf var Trefilov þjálfari kolbrjálaður á hliðarlínunni, sama hvort liðinu gekk vel eða ekki. Enda fór það þannig að mikill fögnuður braust út meðal Svartfellinga eftir leikinn, enda lögðu þeir sjálfa heimsmeistarana að velli og eiga nú góðan möguleika á því að tryggja sér toppsæti riðilsins.Svartfjallaland - Rússland 24 - 22 (10 - 15)Mörk Svartfjallalands (skot): Bojana Popovic 9/3 (15/3), Jovanka Radicevic 4 (7), Marija Jovanovic 3 (8), Maja Savic 2 (5), Majda Mehmedovic 2 (5), Milena Knezevic 2 (5), Ana Radovic 1 (1), Suzana Lazovic 1 (4).Varin skot: Sonja Barjaktarovic 15 (36/1, 42%), Mirjana Milenkovic 0 (1/1).Hraðaupphlaup: 4 (Radicevic 1, Popovic 1, Mehmedovic 1, Knezevic 1).Fiskuð víti: 3 (Bulatovic 2, Radicevic 1).Utan vallar: 8 mínútur. Rautt: Knezevic.Mörk Rússlands (skot): Polina Kuznetcova 4 (4), Turey Emilya 4/2 (4/2), Anna Sen 3 (4), Olga Levina 3 (6), Anna Kochetova 2 (4), Ekaterina Davydenko 2 (5), Kseniya Makeeva 1 (2), Ekaterina Vetkova 1 (3), Tatiana Khmyrova 1 (3), Olga Chernoivanenko 1 (4), Marina Yartseva (1), Victoria Zhilinskayte (1), Oxana Koroleva (2).Varin skot: Maria Sidorova 17 (34/2, 50%), Anna Sedoykina 3 (10/1, 30%).Hraðaupphlaup: 8 (Levina 2, Emilya 2, Kuznetcova 1, Kochetova 1, Makeeva 1, Sen 1).Fiskuð víti: 2 (Levina 1, Chernoivanenko 1).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Csaba Kekes og Pal Kekes, Ungverjalandi. Handbolti Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Sjá meira
Svartfellingar gerðu sér lítið fyrir og unnu heimsmeistara Rússa, 24-22, í fyrsta leik B-riðils á EM í Danmörku og Noregi. Liðin leika með Íslandi í riðli og voru fyrirfram talin tvö sterkustu lið riðilsins. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og síðustu mínúturnar reyndust afar spennandi. Fyrri hálfleikur var að stærstum hluta eign Rússana. Þeir byruðu strax á því að taka Bojönu Popovic, eina bestu handknattleikskonu heims, úr umferð. En Svartfellingar gátu brugðist við því og komust í 7-5 forystu. En þá skellti rússneska vörnin í lás og Maria Sidorova markvörður fór algerlega á kostum. Rússar skoruðu sjö mörk í röð og voru með fimm marka forystu í hálfleik, 15-10. Þrátt fyrir þessa yfirburði ákvað Evgeny Trefilov, hinn skrautlegi þjálfari rússneska liðsins, að skipta hálfu byrjunarliðinu af velli þegar best gekk. Það veikti þó rússneska liðið ekki neitt og liðið mallaði áfram eins og vel smurð vél. Sidorova varði tíu mörk í fyrri hálfleik og það virtist ekki mikið annað í kortunum en áframhaldandi yfirburðir Rússar í síðari hálfleik, sérstaklega þar sem sóknarleikur Svartfellinga var í molum undir lok hálfeiksins. Annað átti eftir að koma á daginn.Koroleva tekur skot að marki Svartfellinga.Nordic Photos / AFPRússar hættu að taka Popovic úr umferð og Svartfellingar náðu að spila miklu betri sóknarleik. Vörn og markvarsla varð alltaf betri og betri eftir því sem leið á leikinn og allt í einu voru Svartfellingar komnir yfir, 19-18, eftir að hafa skorað sjö mörk í röð. Allt var í járnum síðustu mínútur leiksins og jafnt á öllum tölum. Þar til að tvær mínútur voru eftir og Svartfellingum tókst að skora tvö mörk í röð. Tíminn reyndist of naumur fyrir Rússana og hélt Popovic upp á sigurinn með því að skora af rúmlega tíu metra færi um leið og leiktíminn rann út. Markvörðurinn Sonja Barjaktarovic var þó besti leikmaður Svartfellinga en hún fór mikinn í síðari hálfleik og varði tíu skot, þar af fjölmörg dauðafæri.Svartfellingar taka hér sóknarmann Rússa föstum tökum.Nordic Photos / AFPStærsti munurinn á liðunum var ef til vill það sem sneri að leikgleðinni. Á meðan að Svartfellingar fögnuðu nánast hverju einasta marki, bæði inn á vellinum sem og á bekknum, stökk þeim rússnesku varla bros allan leikinn. Og alltaf var Trefilov þjálfari kolbrjálaður á hliðarlínunni, sama hvort liðinu gekk vel eða ekki. Enda fór það þannig að mikill fögnuður braust út meðal Svartfellinga eftir leikinn, enda lögðu þeir sjálfa heimsmeistarana að velli og eiga nú góðan möguleika á því að tryggja sér toppsæti riðilsins.Svartfjallaland - Rússland 24 - 22 (10 - 15)Mörk Svartfjallalands (skot): Bojana Popovic 9/3 (15/3), Jovanka Radicevic 4 (7), Marija Jovanovic 3 (8), Maja Savic 2 (5), Majda Mehmedovic 2 (5), Milena Knezevic 2 (5), Ana Radovic 1 (1), Suzana Lazovic 1 (4).Varin skot: Sonja Barjaktarovic 15 (36/1, 42%), Mirjana Milenkovic 0 (1/1).Hraðaupphlaup: 4 (Radicevic 1, Popovic 1, Mehmedovic 1, Knezevic 1).Fiskuð víti: 3 (Bulatovic 2, Radicevic 1).Utan vallar: 8 mínútur. Rautt: Knezevic.Mörk Rússlands (skot): Polina Kuznetcova 4 (4), Turey Emilya 4/2 (4/2), Anna Sen 3 (4), Olga Levina 3 (6), Anna Kochetova 2 (4), Ekaterina Davydenko 2 (5), Kseniya Makeeva 1 (2), Ekaterina Vetkova 1 (3), Tatiana Khmyrova 1 (3), Olga Chernoivanenko 1 (4), Marina Yartseva (1), Victoria Zhilinskayte (1), Oxana Koroleva (2).Varin skot: Maria Sidorova 17 (34/2, 50%), Anna Sedoykina 3 (10/1, 30%).Hraðaupphlaup: 8 (Levina 2, Emilya 2, Kuznetcova 1, Kochetova 1, Makeeva 1, Sen 1).Fiskuð víti: 2 (Levina 1, Chernoivanenko 1).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Csaba Kekes og Pal Kekes, Ungverjalandi.
Handbolti Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti