LeBron James var ekki lengi að breytast úr hetju í skúrk í Cleveland. Stuðningsmenn Cavaliers henda nú varningi merktum James og það til stuðnings góðs málefnis.
Treyjum með nafni James á bakinu og númerið 23 ásamt stuttermabolum, húfum, buxum og stuttbuxum ásamt ýmsu fleira verður safnað saman og gefið til heimilslausra í Suður-Flórída.
Þar býr einmitt James en hann mun spila með Miami Heat sem kunnugt er.
"Þetta er eins og sambandsslit," segir Beau Miller, sem byrjaði herferðina ásamt þremur vinum sínum. "Þú vilt bara skila dótinu."
Stuðningsmenn Cleveland gefa LeBron-dót til heimilislausra
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið





Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn


Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar
Enski boltinn

Starf Amorims öruggt
Enski boltinn

