ÍR-ingar eru kannski búnir að finna eftirmann Hreggviðs Magnússonar sem samdi á dögunum við erkifjendurna í KR. Hjalti Friðriksson hefur gert tveggja ára samning við ÍR og mun leika með Breiðhyltingum á næstu leiktíð í Iceland Express deild karla. Þetta kom fyrst fram á karfan.is.
Hjalti er uppalinn Valsmaður en spilað með Breiðabliki í Iceland Express deildinni í fyrra. Hjalti var með 8,6 stig og 4,3 fráköst á 23 mínútum í 21 deildarleik á síðasta tímabili. Tímabilið á undan var hann með 11,6 stig og 5,4 fráköst með Val í 1. deildinni.
Hjalti er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við ÍR-liðið á síðustu dögum en hinn er bakvörðurinn Níels Dungal sem kemur frá Fjölni.
„Nú er ég frekar ánægður. Við erum búnir að mynda sterkan hóp sem samanstendur af góðum leikmönnum og frábærum einstaklingum. Hjalti er gríðarlega góður leikmaður, hávaxinn, sterkur varnar- og sóknarlega og frábær viðbót inn í ÍR-liðið," sagði Gunnar Sverrisson þjálfari ÍR í samtali við Karfan.is.
Kemur Hjalti í staðinn fyrir Hreggvið hjá ÍR-ingum?
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Wirtz strax kominn á hættusvæði
Enski boltinn



Frimpong strax úr leik hjá Liverpool
Enski boltinn


Féll fimm metra við að fagna marki
Fótbolti

Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá
Enski boltinn