Erlent

El Diego vel fagnað við heimkomuna

Óli Tynes skrifar
Maradona átti í orðaskiptum við þýska aðdáendur eftir ósigurinn. Heima var honum hinsvegar vel tekið.
Maradona átti í orðaskiptum við þýska aðdáendur eftir ósigurinn. Heima var honum hinsvegar vel tekið. Mynd/AP

Diego Maradona og leikmönnum hans var forkunarvel tekið þegar þeir komu heim til Argentínu í dag. Svo virðist sem aðdáendurnir hafi fyrirgefið honum 4-0 tapið gegn Þjóðverjum.

Þúsundir manna voru samankomnir á flugvellinum í Buenos Aires þegar vél landsliðsins lenti þar. „Haltu áfram Diego við styðjum þig" stóð á spjöldum sem veifað var.

Óvíst er þó hvort Maradona heldur áfram sem þjálfari. Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir fund hans með Julio Grondona forseta argentinska knattspyrnusambandsins.

Sjálfur segir Maradona að hann þurfi að tala við fjölskyldu sína og leikmennina áður en framtíð hans verði ákveðin.

En móttökurnar sem kappinn fékk voru semsagt betri en liðsmenn Brasilíu fengu þeir þeir komu heim. Þeir voru grýttir og þurftu lífverði til að komast út af flugvellinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×