Sumarbústaðir og sorphirða 5. júlí 2010 06:00 Síðastliðinn vetur kynntu sveitarfélögin Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur nýja tilhögun á sorpmálum og komu breytingarnar til framkvæmda í byrjun þessa árs. Reynt var að kynna breytingarnar vel, svo að þær kæmu fólki ekki í opna skjöldu. Ekki skal dæmt um hvort sú kynning hefur verið fullnægjandi. Með þessum orðum er reynt að koma nokkrum atriðum málsins til skila. Urðunarstaðnum á Kirkjuferjuhjáleigu (í Ölfusinu) var lokað á síðasta ári. Við það margfaldaðist kostnaður sveitarfélagsins við sorpurðun, enda þarf að aka öllu sorpi sem á að urða í Álfsnesið. Akstur með sorp til urðunar varð því margfalt dýrari enda lengdist akstursleið sorpbifreiða um 150-200%. Sveitarstjórn hefði getað látið aukinn kostnað vegna sorpmála fara yfir á eigendur fasteigna og fyrirtækja í Bláskógabyggð, án þess að gera nokkuð annað og hefði þá kostnaður hvers eiganda fasteigna orðið afar mikill. Í stað þess var gerð breyting á sorpmálum. Áhersla var lögð á að flokka sorpið og sett voru tvö sorpílát við hvert heimili. Sorpeyðingargjöld voru lækkuð en ný sorphirðugjöld voru lögð á alla íbúa sveitarfélagsins og fyrirtæki. Þetta olli mikilli hækkun á sorpgjöldum íbúanna en skilningur íbúa hefur verið góður og flestir sáttir við orðinn hlut. Sveitarstjórn vildi sýna sumarhúsaeigendum sanngirni og ákvað því að láta sorphirðuna vera val hvers félags sumarhúsaeigenda. Samkvæmt reglugerð eiga félög sumarhúsa sem í eru tuttugu eða fleiri bústaðir rétt á að fá til sín sorpílát og hirðingu. Mörg félög sumarhúsaeigenda hafa þegar óskað eftir og fengið ílát og greiða þann kostnað sem af því hlýst. Margir hafa ekkert aðhafst, virðast hafa viljað bíða og sjá til. Framkvæmdastjóri Landssambands sumarhúsafélaga hefur verið mjög ósáttur við ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og Grímsness- og Grafningshrepps. Hann gerir kröfu um að sveitarstjórn fari að reglugerð og setji upp sorpílát fyrir sumarhúsahverfi þar sem bústaðirnir eru 20 eða fleiri. Auðvitað er hægt að verða við því, en þá má búast við að kostnaður af sorphirðu verði mikill fyrir sumarhúsaeigendur. Er það vilji allra sumarhúsaeigenda? Sumir eru sjaldan í bústöðum sínum en kostnaðurinn verður eðlilega að jafnast á alla. Mér finnst mikilvægt að formaður stjórnar Félags sumarhúsaeigenda beri hag allra sumarhúsaeigenda fyrir brjósti en hangi ekki bara í reglum reglnanna vegna. Það getur stundum verið andstætt hagsmunum sumarhúsaeigenda. Ég hvet fólk til að kynna sér málin vel, áður en frekari kröfur verða gerðar. Þegar breytingar eru gerðar má alltaf vænta þess að margt megi betur fara. Nú hefur verið ákveðið að allir geti farið með heimilissorp á gámastöðvarnar hvenær sem er sólarhringsins. Op hefur verið sett á hliðin þannig að alltaf er hægt að losa sig við heimilissorpið. Vonir standa til að með þessari lagfæringu geti fólk betur sætt sig við áorðnar breytingar á sorpmálum sveitarfélaganna. Ég bendi á að fasteignagjöld húsa og lóða eru tekjustofn sveitarfélaga skv. lögum. Ef ég á t.d. sumarhús í Reykjavík þá þarf ég að greiða fasteignagjöldin af því húsi. Ég þarf líka að greiða vatnsgjöld, frárennslisgjöld og sorphirðugjöld. Þar er enginn afsláttur gefinn jafnvel þótt ég nýti húsið mitt lítið sem ekki neitt. Þetta þarf að hafa í huga, fasteignagjöld eru ekki þjónustugjöld heldur tekjustofn allra sveitarfélaga hvar sem húsin eru staðsett, í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ eða á landsbyggðinni. Sumarhúsabyggðir eru mikilvægur þáttur í samfélagi Uppsveitanna. Fólksfjölgun á sumrin í Bláskógabyggð er mikil, enda fá sumarhúsin meiri notkun og fólk nýtur hér náttúrunnar og veðurblíðu. Gestum sveitarfélagsins á að líða vel hér og við reynum að leggja okkar af mörkum svo það geti orðið. Aðhaldssemi í fjármálum og ábyrgð skiptir mjög miklu máli. Ég vona að sátt og samlyndi verði milli sveitarstjórnar og sumarhúsaeigenda um sorpmál og að sjónarmið allra verði virt. Engin mannanna verk eru óumdeilanleg né endanleg og sjálfsagt er að skoða breytingar í ljósi reynslunnar. Ég óska öllum gleðilegra daga hér í Bláskógabyggð með von um að þessi orð mín geti aukið skilning fólks og verið eitt skref í átt til sáttar um framkvæmd sorpmála í sveitarfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn vetur kynntu sveitarfélögin Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur nýja tilhögun á sorpmálum og komu breytingarnar til framkvæmda í byrjun þessa árs. Reynt var að kynna breytingarnar vel, svo að þær kæmu fólki ekki í opna skjöldu. Ekki skal dæmt um hvort sú kynning hefur verið fullnægjandi. Með þessum orðum er reynt að koma nokkrum atriðum málsins til skila. Urðunarstaðnum á Kirkjuferjuhjáleigu (í Ölfusinu) var lokað á síðasta ári. Við það margfaldaðist kostnaður sveitarfélagsins við sorpurðun, enda þarf að aka öllu sorpi sem á að urða í Álfsnesið. Akstur með sorp til urðunar varð því margfalt dýrari enda lengdist akstursleið sorpbifreiða um 150-200%. Sveitarstjórn hefði getað látið aukinn kostnað vegna sorpmála fara yfir á eigendur fasteigna og fyrirtækja í Bláskógabyggð, án þess að gera nokkuð annað og hefði þá kostnaður hvers eiganda fasteigna orðið afar mikill. Í stað þess var gerð breyting á sorpmálum. Áhersla var lögð á að flokka sorpið og sett voru tvö sorpílát við hvert heimili. Sorpeyðingargjöld voru lækkuð en ný sorphirðugjöld voru lögð á alla íbúa sveitarfélagsins og fyrirtæki. Þetta olli mikilli hækkun á sorpgjöldum íbúanna en skilningur íbúa hefur verið góður og flestir sáttir við orðinn hlut. Sveitarstjórn vildi sýna sumarhúsaeigendum sanngirni og ákvað því að láta sorphirðuna vera val hvers félags sumarhúsaeigenda. Samkvæmt reglugerð eiga félög sumarhúsa sem í eru tuttugu eða fleiri bústaðir rétt á að fá til sín sorpílát og hirðingu. Mörg félög sumarhúsaeigenda hafa þegar óskað eftir og fengið ílát og greiða þann kostnað sem af því hlýst. Margir hafa ekkert aðhafst, virðast hafa viljað bíða og sjá til. Framkvæmdastjóri Landssambands sumarhúsafélaga hefur verið mjög ósáttur við ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og Grímsness- og Grafningshrepps. Hann gerir kröfu um að sveitarstjórn fari að reglugerð og setji upp sorpílát fyrir sumarhúsahverfi þar sem bústaðirnir eru 20 eða fleiri. Auðvitað er hægt að verða við því, en þá má búast við að kostnaður af sorphirðu verði mikill fyrir sumarhúsaeigendur. Er það vilji allra sumarhúsaeigenda? Sumir eru sjaldan í bústöðum sínum en kostnaðurinn verður eðlilega að jafnast á alla. Mér finnst mikilvægt að formaður stjórnar Félags sumarhúsaeigenda beri hag allra sumarhúsaeigenda fyrir brjósti en hangi ekki bara í reglum reglnanna vegna. Það getur stundum verið andstætt hagsmunum sumarhúsaeigenda. Ég hvet fólk til að kynna sér málin vel, áður en frekari kröfur verða gerðar. Þegar breytingar eru gerðar má alltaf vænta þess að margt megi betur fara. Nú hefur verið ákveðið að allir geti farið með heimilissorp á gámastöðvarnar hvenær sem er sólarhringsins. Op hefur verið sett á hliðin þannig að alltaf er hægt að losa sig við heimilissorpið. Vonir standa til að með þessari lagfæringu geti fólk betur sætt sig við áorðnar breytingar á sorpmálum sveitarfélaganna. Ég bendi á að fasteignagjöld húsa og lóða eru tekjustofn sveitarfélaga skv. lögum. Ef ég á t.d. sumarhús í Reykjavík þá þarf ég að greiða fasteignagjöldin af því húsi. Ég þarf líka að greiða vatnsgjöld, frárennslisgjöld og sorphirðugjöld. Þar er enginn afsláttur gefinn jafnvel þótt ég nýti húsið mitt lítið sem ekki neitt. Þetta þarf að hafa í huga, fasteignagjöld eru ekki þjónustugjöld heldur tekjustofn allra sveitarfélaga hvar sem húsin eru staðsett, í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ eða á landsbyggðinni. Sumarhúsabyggðir eru mikilvægur þáttur í samfélagi Uppsveitanna. Fólksfjölgun á sumrin í Bláskógabyggð er mikil, enda fá sumarhúsin meiri notkun og fólk nýtur hér náttúrunnar og veðurblíðu. Gestum sveitarfélagsins á að líða vel hér og við reynum að leggja okkar af mörkum svo það geti orðið. Aðhaldssemi í fjármálum og ábyrgð skiptir mjög miklu máli. Ég vona að sátt og samlyndi verði milli sveitarstjórnar og sumarhúsaeigenda um sorpmál og að sjónarmið allra verði virt. Engin mannanna verk eru óumdeilanleg né endanleg og sjálfsagt er að skoða breytingar í ljósi reynslunnar. Ég óska öllum gleðilegra daga hér í Bláskógabyggð með von um að þessi orð mín geti aukið skilning fólks og verið eitt skref í átt til sáttar um framkvæmd sorpmála í sveitarfélaginu.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun