Handbolti

Sigur hjá Þóri en tap hjá Aroni og félögum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vignir skoraði eitt mark í kvöld.
Vignir skoraði eitt mark í kvöld.

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Hannover Burgdorf máttu þola tap, 22-25, gegn Göppingen í kvöld. Leikurinn var í járnum lengst af en Göppingen var sterkara á lokasprettinum og tryggði sér sigur.

Hannes Jón Jónsson skoraði tvö mörk fyrir Hannover i kvöld en þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson voru báðir með eitt mark.

Þórir Ólafsson skoraði sex mörk í stórsigri TuS N Lubbecke á Balingen. Tíu marka sigur staðreynd, 32-22.

Lubbecke er í ellefta sæti en Hannover því fjórtánda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×