Vill að Gordon Brown hljóti sömu örlög og Geir H. Haarde 29. september 2010 13:58 Jeremy Warner aðstoðarritstjóri blaðsins Daily Telegraph og helsti efnahagssérfræðingur þess vill að Gordon Brown fyrrum forsætisráðherra Bretlands hljóti sömu örlög og Geir H. Haarde fyrrum forsætisráðherra Íslands. Þar á Warner við fréttina um að Geir H. Haarde verður dreginn fyrir Landsdóm til að standa skil á gjörðum sínum, eða aðgerðaleysi í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Warner fjallar um málið á bloggi sínu og þar veltir hann fyrir sér þeirri spurningu hvort ekki sé hægt að byggja upp samsvarandi málssókn gegn Gordon Brown og Geir H. Haarde stendur nú frammi fyrir. Warner telur auðvelt að sækja Brown til saka. Hann bendir á að Brown hafi tekið allar bremsurnar af aukningu opinberra útgjalda í stjórnartíð sinni og honum hafi mistekist að hafa stjórn á ábyrgðarlausri útþennslu bankanna í Bretlandi. Þá hafi Brown tekið valdið af Englandsbanka hvað fjármálaeftirlit varðar og komið því í hendur á nýrri, pólitískt réttri, stofnun sem engan veginn var starfinu vaxin og gaf breska þinginu stöðugt villandi upplýsingar um stöðuna í efnahagsmálum hins opinbera. „Hvað sem öllu öðru líður er þetta nægilegt til að koma Brown bakvið lás og slá," segir Warner. „En mér er sagt að fangelsin hér séu yfirfull þannig að skilorðsbundinn dómur væri í lagi," segir Warner. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Jeremy Warner aðstoðarritstjóri blaðsins Daily Telegraph og helsti efnahagssérfræðingur þess vill að Gordon Brown fyrrum forsætisráðherra Bretlands hljóti sömu örlög og Geir H. Haarde fyrrum forsætisráðherra Íslands. Þar á Warner við fréttina um að Geir H. Haarde verður dreginn fyrir Landsdóm til að standa skil á gjörðum sínum, eða aðgerðaleysi í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Warner fjallar um málið á bloggi sínu og þar veltir hann fyrir sér þeirri spurningu hvort ekki sé hægt að byggja upp samsvarandi málssókn gegn Gordon Brown og Geir H. Haarde stendur nú frammi fyrir. Warner telur auðvelt að sækja Brown til saka. Hann bendir á að Brown hafi tekið allar bremsurnar af aukningu opinberra útgjalda í stjórnartíð sinni og honum hafi mistekist að hafa stjórn á ábyrgðarlausri útþennslu bankanna í Bretlandi. Þá hafi Brown tekið valdið af Englandsbanka hvað fjármálaeftirlit varðar og komið því í hendur á nýrri, pólitískt réttri, stofnun sem engan veginn var starfinu vaxin og gaf breska þinginu stöðugt villandi upplýsingar um stöðuna í efnahagsmálum hins opinbera. „Hvað sem öllu öðru líður er þetta nægilegt til að koma Brown bakvið lás og slá," segir Warner. „En mér er sagt að fangelsin hér séu yfirfull þannig að skilorðsbundinn dómur væri í lagi," segir Warner.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira