Erlent

Yfir 110 látnir eftir flóðin í Brasilíu

Mynd/AP

Yfir 110 eru látnir og meira 4000 eru heimilislausir eftir flóð og fjölmargar aurskriður Rio de Janeiro héraði í Brasilíu en þar hefur verið úrhellisrigning undanfarna daga. Yfirvöld telja að tala látinna muni hækka á næstu dögum.

Héraðsstjórinn hefur lýst yfir neyðarástandi, búið er að loka skólum og þá eru íbúar hvattir til að halda sig innan dyra. Björgunarsveitarmenn eru enn að störfum en aðstæður eru víða afar erfiðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×