Nógu hafa þeir stolið 11. september 2010 19:14 Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjöldan allan af sönnunargögnum fyrir dómstóli í New York í tengslum við hundruð milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni og fleirum. Slitastjórn Glitnis segir að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York sé smávægilegur í samanburði við þær háu upphæðir sem slitastjórnin segir þá hafa stolið frá bankanum. Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjölda sönnunargagna fyrir dómstóli í New York en slitastjórnin höfðaði í vor 240 milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni, Pálma Haraldssyni og fjórum öðrum fyrrverandi stjórnendum og eigendum Glitnis. Sjömenningarnir hafa farið fram á að málinu verði vísað frá, því það eigi ekki erindi fyrir dómstól ytra. Meðal þess sem slitastjórnin hefur lagt fram eru gögn sem sýna fram á tengingu stefndu við Bandaríkin. Bent er á að sumir þeirra hafi búið þar, aðrir stundað nám og ennfremur er greint frá heimsóknum og viðskiptatengslum sjömenninganna við Bandaríkin. Þá segir einnig í greinargerð slitastjórnar að kostnaður hinna stefndu vegna málarekstursins í New York sé óverulegur í samanburði við þær háu upphæðir sem þeir stálu frá bankanum. Slitastjórnin segist staðráðin í að elta uppi höfunda þess ráðabruggs sem lýst er í stefnu málsins, en þar er því haldið fram að Jón Ásgeir og viðskiptafélagar hans hafi sölsað undir sig bankann og rænt hann innan frá. Alexander Guðmundsson, fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis, segir í eiðsvarinni yfirlýsingu sem birt hefur verið á vef dómstólsins ytra, að Lárus Welding hafi verið of tengdur eigendum bankans. Hann hafi beitt valdi sínu innan bankans og þrýst á að fyrirtæki eins og Baugur og FL Group fengju lán hjá Glitni. Að mati fjármálastjórans fyrrverandi lánaði Glitnir of háar upphæðir til tengdra aðila. Þetta er í takti við niðurstöður rannsóknarskýrslu Alþingis. Alexander er eitt af lykilvitnum slitastjórnarinnar, en Bjarni Ármansson er einnig á meðal vitna. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjöldan allan af sönnunargögnum fyrir dómstóli í New York í tengslum við hundruð milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni og fleirum. Slitastjórn Glitnis segir að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York sé smávægilegur í samanburði við þær háu upphæðir sem slitastjórnin segir þá hafa stolið frá bankanum. Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjölda sönnunargagna fyrir dómstóli í New York en slitastjórnin höfðaði í vor 240 milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni, Pálma Haraldssyni og fjórum öðrum fyrrverandi stjórnendum og eigendum Glitnis. Sjömenningarnir hafa farið fram á að málinu verði vísað frá, því það eigi ekki erindi fyrir dómstól ytra. Meðal þess sem slitastjórnin hefur lagt fram eru gögn sem sýna fram á tengingu stefndu við Bandaríkin. Bent er á að sumir þeirra hafi búið þar, aðrir stundað nám og ennfremur er greint frá heimsóknum og viðskiptatengslum sjömenninganna við Bandaríkin. Þá segir einnig í greinargerð slitastjórnar að kostnaður hinna stefndu vegna málarekstursins í New York sé óverulegur í samanburði við þær háu upphæðir sem þeir stálu frá bankanum. Slitastjórnin segist staðráðin í að elta uppi höfunda þess ráðabruggs sem lýst er í stefnu málsins, en þar er því haldið fram að Jón Ásgeir og viðskiptafélagar hans hafi sölsað undir sig bankann og rænt hann innan frá. Alexander Guðmundsson, fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis, segir í eiðsvarinni yfirlýsingu sem birt hefur verið á vef dómstólsins ytra, að Lárus Welding hafi verið of tengdur eigendum bankans. Hann hafi beitt valdi sínu innan bankans og þrýst á að fyrirtæki eins og Baugur og FL Group fengju lán hjá Glitni. Að mati fjármálastjórans fyrrverandi lánaði Glitnir of háar upphæðir til tengdra aðila. Þetta er í takti við niðurstöður rannsóknarskýrslu Alþingis. Alexander er eitt af lykilvitnum slitastjórnarinnar, en Bjarni Ármansson er einnig á meðal vitna.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira