Erlent

Kínverskt kolaskip strandaði við Ástralíu

Kínverskt kolaflutningaskip hefur strandað á Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu og óttast er að gríðarlegt mengunarslys sé í uppsiglingu.

MYND/AP
Kínverskt kolaflutningaskip hefur strandað á Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu og óttast er að gríðarlegt mengunarslys sé í uppsiglingu.

Skipið er með 950 tonn af olíu innanborðs og þegar hafa olíuflekkir sést á svæðinu. 23 eru í áhöfn skipsins sem var að flytja kol frá Kína til Ástralíu. Stjórnvöld hafa nú áhyggjur af því að skipið brotni á rifinu og þá sé þetta mikla náttúruundur í mikilli hættu.

Kóralrifið er það stærsta sinnar tegundar á jörðinni og er það rúmir 2500 kílómetrar að lengd.






×