Nógu hafa þeir stolið 11. september 2010 19:14 Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjöldan allan af sönnunargögnum fyrir dómstóli í New York í tengslum við hundruð milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni og fleirum. Slitastjórn Glitnis segir að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York sé smávægilegur í samanburði við þær háu upphæðir sem slitastjórnin segir þá hafa stolið frá bankanum. Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjölda sönnunargagna fyrir dómstóli í New York en slitastjórnin höfðaði í vor 240 milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni, Pálma Haraldssyni og fjórum öðrum fyrrverandi stjórnendum og eigendum Glitnis. Sjömenningarnir hafa farið fram á að málinu verði vísað frá, því það eigi ekki erindi fyrir dómstól ytra. Meðal þess sem slitastjórnin hefur lagt fram eru gögn sem sýna fram á tengingu stefndu við Bandaríkin. Bent er á að sumir þeirra hafi búið þar, aðrir stundað nám og ennfremur er greint frá heimsóknum og viðskiptatengslum sjömenninganna við Bandaríkin. Þá segir einnig í greinargerð slitastjórnar að kostnaður hinna stefndu vegna málarekstursins í New York sé óverulegur í samanburði við þær háu upphæðir sem þeir stálu frá bankanum. Slitastjórnin segist staðráðin í að elta uppi höfunda þess ráðabruggs sem lýst er í stefnu málsins, en þar er því haldið fram að Jón Ásgeir og viðskiptafélagar hans hafi sölsað undir sig bankann og rænt hann innan frá. Alexander Guðmundsson, fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis, segir í eiðsvarinni yfirlýsingu sem birt hefur verið á vef dómstólsins ytra, að Lárus Welding hafi verið of tengdur eigendum bankans. Hann hafi beitt valdi sínu innan bankans og þrýst á að fyrirtæki eins og Baugur og FL Group fengju lán hjá Glitni. Að mati fjármálastjórans fyrrverandi lánaði Glitnir of háar upphæðir til tengdra aðila. Þetta er í takti við niðurstöður rannsóknarskýrslu Alþingis. Alexander er eitt af lykilvitnum slitastjórnarinnar, en Bjarni Ármansson er einnig á meðal vitna. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjöldan allan af sönnunargögnum fyrir dómstóli í New York í tengslum við hundruð milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni og fleirum. Slitastjórn Glitnis segir að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York sé smávægilegur í samanburði við þær háu upphæðir sem slitastjórnin segir þá hafa stolið frá bankanum. Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjölda sönnunargagna fyrir dómstóli í New York en slitastjórnin höfðaði í vor 240 milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni, Pálma Haraldssyni og fjórum öðrum fyrrverandi stjórnendum og eigendum Glitnis. Sjömenningarnir hafa farið fram á að málinu verði vísað frá, því það eigi ekki erindi fyrir dómstól ytra. Meðal þess sem slitastjórnin hefur lagt fram eru gögn sem sýna fram á tengingu stefndu við Bandaríkin. Bent er á að sumir þeirra hafi búið þar, aðrir stundað nám og ennfremur er greint frá heimsóknum og viðskiptatengslum sjömenninganna við Bandaríkin. Þá segir einnig í greinargerð slitastjórnar að kostnaður hinna stefndu vegna málarekstursins í New York sé óverulegur í samanburði við þær háu upphæðir sem þeir stálu frá bankanum. Slitastjórnin segist staðráðin í að elta uppi höfunda þess ráðabruggs sem lýst er í stefnu málsins, en þar er því haldið fram að Jón Ásgeir og viðskiptafélagar hans hafi sölsað undir sig bankann og rænt hann innan frá. Alexander Guðmundsson, fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis, segir í eiðsvarinni yfirlýsingu sem birt hefur verið á vef dómstólsins ytra, að Lárus Welding hafi verið of tengdur eigendum bankans. Hann hafi beitt valdi sínu innan bankans og þrýst á að fyrirtæki eins og Baugur og FL Group fengju lán hjá Glitni. Að mati fjármálastjórans fyrrverandi lánaði Glitnir of háar upphæðir til tengdra aðila. Þetta er í takti við niðurstöður rannsóknarskýrslu Alþingis. Alexander er eitt af lykilvitnum slitastjórnarinnar, en Bjarni Ármansson er einnig á meðal vitna.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira