Viðskipti innlent

Starfsmenn Arion banka á fræðslufundarröð um siðferði

Arion Banki.
Arion Banki.

Starfsmenn Arion banka taka nú þátt í fræðslufundaröð um siðferði í samstarfi við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Einnig hefur starfshópur um

siðferði verið skipaður í bankanum. Þetta kom fram á aðalfundi stjórnar bankans í dag fyrir starfsárið 2009.

Í tilkynningu frá bankanum segir að stjórn bankans leggur mikla áherslu á að styrkja innra eftirlit bankans og auka samstarf við eftirlitsstofnanir. Innan bankans hefur orðið mikil breyting á regluverki og starfsháttum og beðið er eftir nýjum lagaramma sem Alþingi er nú að móta um starfsemi fjármálafyrirtækja.

Stöður innri endurskoðanda, regluvarðar og áhættustýringar hafa verið efldar og samstarf þeirra aukið til muna.

Ákveðið var, eftir aðhópur starfsmanna fór í gegnum rannsóknarskýrslu Alþingis, að starfsmenn tækju þátt í fræðslufundarröðinni um siðferði.

Þá kom fram að starfshópur um siðferði hefði verið stofnaður.

Á aðalfundi bankans var fjölgað um einn stjórnarmann. Nýr stjórnarmaður er Colin C. Smith frá Bretlandi. Í stjórn bankans sitja nú Monica Caneman

stjórnarformaður, Guðrún Johnsen varaformaður, Kristján Jóhannsson, Steen Hemingsen, Theodór S. Sigurbergsson og Colin C. Smith en þau hafa öll víðtæka reynslu af stjórnun, stefnumótun og rekstri fjármálafyrirtækja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×