Deutsche Bank tilkynnti ESB um yfirtökuna á Actavis Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. september 2010 19:00 Actavis samheitalyfjafyrirtækið lýtur fullkomnum yfirráðum Deutsche Bank, ef eitthvað er að marka tilkynningu Deutsche Bank til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Björgólfur Thor taldi fyrir réttu ári að Actavis væri yfirskuldsett og gæti ekki geta staðið undir greiðslum á lánum. Þá taldi hann eigið fé uppurið. Þetta kemur fram í tölvupósti sem hann sendi samstarfsmönnum sínum. Fréttastofa hefur undir höndum tölvupóst sem Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir sendi nánum samstarfsmönnum sínum hjá Novator í september árið 2009, eða fyrir réttu ári síðan. Í bréfinu ræðir Björgólfur Thor um framtíð Actavis og segir síðan orðrétt: : „Eins og staðan er í dag þá er fyrirtækið (Actavis innsk.blm) yfir skuldsett og getur ekki staðið undir greiðslum á þeim lánum sem hvíla á félaginu. Þá er einnig ljóst að fjárhæð skulda er verulega umfram verðmæti félagsins og því ekkert eigið fé er eftir í strúktúrnum." Þarna er með öðrum orðum stærsti hluthafinn í Actavis fyrir ári síðan að lýsa því yfir að fyrirtækið sé í mjög slæmri fjárhagslegri stöðu. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur Björgólfur Thor gert samkomulag við helstu lánardrottna sína um uppgjör skulda, en samkomulagið hleypur á mörg hundruð blaðsíðum og er þungamiðja þess væntingar um framtíðarsöluvirði Actavis. Það sem vekur hins vegar sérstaka athygli er Actavis virðist lúta fullkomnum yfirráðum Deutsche Bank. Að minnsta kosti ef eitthvað er að marka þessa tilkynningu (sjá viðhengi og myndskeið með frétt) sem Deutsche Bank sendi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hinn 18. ágúst síðastliðinn og birt er í opinberu riti Evrópusambandsins eða The Official Journal of The European Union. Þarna er Deutsche Bank að óska eftir samþykki framkvæmdastjórnarinnar, vegna ákvæða tilskipunar um samruna, um að fyrirtækið hafi tekið Actavis yfir í heild sinni og vill samþykki vegna samkeppnisréttarlegra sjónarmiða. Þetta er athyglisvert því þetta þýðir í raun að Deutsche Bank stjórni og eigi Actavis, en eins og fréttastofa hefur greint frá hefur Björgólfur Thor gert samkomulag við lánardrottna sína sem færir honum heimild til eignast umtalsverðan hlut í söluandvirði Actavis umfram fimm milljarða evra. Vinna vegna samkomulagsins var leidd af Deutsche Bank og var það Stephen Pitts á skrifstofu bankans í Lundúnum sem stýrði henni. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs, segir að þessi tilkynning Deutsche Bank til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins snúi að fjárhagslegri endurskipulagningu á Actavis. Um sé að ræða „tæknilegt atriði" þar sem Deutsche Bank sé að leggja fram til samþykktar samning um fjárhagslega endurskipulagningu. Það er ekki í samræmi við þessa frétt Reuters-fréttastofunnar, á vef Reuters um samruna- og yfirtökur, en þarna er greint frá því að Deutsche Bank hafi tekið Actavis yfir. Tengdar fréttir Allar persónulegar ábyrgðir BTB á Íslandi felldar niður Íslenskir kröfuhafar Björgólfs Thors Björgólfssonar felldu niður allar persónulegar ábyrgðir á hendur honum og var það hluti af samkomulagi um allsherjaruppgjör sem leitt var af Deutsche Bank, stærsta kröfuhafa Actavis, en íslensku bönkunum var stillt upp við vegg af þýska bankanum. 1. september 2010 18:30 Auðmenn virðast njóta sérkjara í bönkunum Svo virðist sem auðmenn njóti sérkjara hjá íslenskum bankastofnunum. Umboðsmaður skuldara segir svokallaða kyrrstöðusamninga ekki þekkjast sem úrræði í almennum bankaviðskiptum. Engu að síður hafa Björgólfur Thor og eigendur fjárfestingarfélagsins Gaums fengið slíka samninga. 4. september 2010 18:33 Björgólfur Thor gæti aftur orðið ríkasti maður landsins Björgólfur Thor Björgólfsson gæti, sem einn ríkasti maður landsins, gengið frá samkomulagi við lánardrottna sína með tugi milljarða króna í vasanum ef áætlanir um vöxt Actavis ganga eftir. 3. september 2010 18:50 Björgólfur Thor: Persónulegar ábyrgðir ekki felldar niður Björgólfur Thor Björgólfsson segir á vefsíðu sinni að persónulegar ábyrgðir vegna lána hans hér á landi séu ekki felldar niður, þeim sé aðeins frestað. 2. september 2010 18:41 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Actavis samheitalyfjafyrirtækið lýtur fullkomnum yfirráðum Deutsche Bank, ef eitthvað er að marka tilkynningu Deutsche Bank til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Björgólfur Thor taldi fyrir réttu ári að Actavis væri yfirskuldsett og gæti ekki geta staðið undir greiðslum á lánum. Þá taldi hann eigið fé uppurið. Þetta kemur fram í tölvupósti sem hann sendi samstarfsmönnum sínum. Fréttastofa hefur undir höndum tölvupóst sem Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir sendi nánum samstarfsmönnum sínum hjá Novator í september árið 2009, eða fyrir réttu ári síðan. Í bréfinu ræðir Björgólfur Thor um framtíð Actavis og segir síðan orðrétt: : „Eins og staðan er í dag þá er fyrirtækið (Actavis innsk.blm) yfir skuldsett og getur ekki staðið undir greiðslum á þeim lánum sem hvíla á félaginu. Þá er einnig ljóst að fjárhæð skulda er verulega umfram verðmæti félagsins og því ekkert eigið fé er eftir í strúktúrnum." Þarna er með öðrum orðum stærsti hluthafinn í Actavis fyrir ári síðan að lýsa því yfir að fyrirtækið sé í mjög slæmri fjárhagslegri stöðu. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur Björgólfur Thor gert samkomulag við helstu lánardrottna sína um uppgjör skulda, en samkomulagið hleypur á mörg hundruð blaðsíðum og er þungamiðja þess væntingar um framtíðarsöluvirði Actavis. Það sem vekur hins vegar sérstaka athygli er Actavis virðist lúta fullkomnum yfirráðum Deutsche Bank. Að minnsta kosti ef eitthvað er að marka þessa tilkynningu (sjá viðhengi og myndskeið með frétt) sem Deutsche Bank sendi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hinn 18. ágúst síðastliðinn og birt er í opinberu riti Evrópusambandsins eða The Official Journal of The European Union. Þarna er Deutsche Bank að óska eftir samþykki framkvæmdastjórnarinnar, vegna ákvæða tilskipunar um samruna, um að fyrirtækið hafi tekið Actavis yfir í heild sinni og vill samþykki vegna samkeppnisréttarlegra sjónarmiða. Þetta er athyglisvert því þetta þýðir í raun að Deutsche Bank stjórni og eigi Actavis, en eins og fréttastofa hefur greint frá hefur Björgólfur Thor gert samkomulag við lánardrottna sína sem færir honum heimild til eignast umtalsverðan hlut í söluandvirði Actavis umfram fimm milljarða evra. Vinna vegna samkomulagsins var leidd af Deutsche Bank og var það Stephen Pitts á skrifstofu bankans í Lundúnum sem stýrði henni. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs, segir að þessi tilkynning Deutsche Bank til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins snúi að fjárhagslegri endurskipulagningu á Actavis. Um sé að ræða „tæknilegt atriði" þar sem Deutsche Bank sé að leggja fram til samþykktar samning um fjárhagslega endurskipulagningu. Það er ekki í samræmi við þessa frétt Reuters-fréttastofunnar, á vef Reuters um samruna- og yfirtökur, en þarna er greint frá því að Deutsche Bank hafi tekið Actavis yfir.
Tengdar fréttir Allar persónulegar ábyrgðir BTB á Íslandi felldar niður Íslenskir kröfuhafar Björgólfs Thors Björgólfssonar felldu niður allar persónulegar ábyrgðir á hendur honum og var það hluti af samkomulagi um allsherjaruppgjör sem leitt var af Deutsche Bank, stærsta kröfuhafa Actavis, en íslensku bönkunum var stillt upp við vegg af þýska bankanum. 1. september 2010 18:30 Auðmenn virðast njóta sérkjara í bönkunum Svo virðist sem auðmenn njóti sérkjara hjá íslenskum bankastofnunum. Umboðsmaður skuldara segir svokallaða kyrrstöðusamninga ekki þekkjast sem úrræði í almennum bankaviðskiptum. Engu að síður hafa Björgólfur Thor og eigendur fjárfestingarfélagsins Gaums fengið slíka samninga. 4. september 2010 18:33 Björgólfur Thor gæti aftur orðið ríkasti maður landsins Björgólfur Thor Björgólfsson gæti, sem einn ríkasti maður landsins, gengið frá samkomulagi við lánardrottna sína með tugi milljarða króna í vasanum ef áætlanir um vöxt Actavis ganga eftir. 3. september 2010 18:50 Björgólfur Thor: Persónulegar ábyrgðir ekki felldar niður Björgólfur Thor Björgólfsson segir á vefsíðu sinni að persónulegar ábyrgðir vegna lána hans hér á landi séu ekki felldar niður, þeim sé aðeins frestað. 2. september 2010 18:41 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Allar persónulegar ábyrgðir BTB á Íslandi felldar niður Íslenskir kröfuhafar Björgólfs Thors Björgólfssonar felldu niður allar persónulegar ábyrgðir á hendur honum og var það hluti af samkomulagi um allsherjaruppgjör sem leitt var af Deutsche Bank, stærsta kröfuhafa Actavis, en íslensku bönkunum var stillt upp við vegg af þýska bankanum. 1. september 2010 18:30
Auðmenn virðast njóta sérkjara í bönkunum Svo virðist sem auðmenn njóti sérkjara hjá íslenskum bankastofnunum. Umboðsmaður skuldara segir svokallaða kyrrstöðusamninga ekki þekkjast sem úrræði í almennum bankaviðskiptum. Engu að síður hafa Björgólfur Thor og eigendur fjárfestingarfélagsins Gaums fengið slíka samninga. 4. september 2010 18:33
Björgólfur Thor gæti aftur orðið ríkasti maður landsins Björgólfur Thor Björgólfsson gæti, sem einn ríkasti maður landsins, gengið frá samkomulagi við lánardrottna sína með tugi milljarða króna í vasanum ef áætlanir um vöxt Actavis ganga eftir. 3. september 2010 18:50
Björgólfur Thor: Persónulegar ábyrgðir ekki felldar niður Björgólfur Thor Björgólfsson segir á vefsíðu sinni að persónulegar ábyrgðir vegna lána hans hér á landi séu ekki felldar niður, þeim sé aðeins frestað. 2. september 2010 18:41