Hrafn Kristjánsson: Ekkert víst að manni yrði boðið þetta aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2010 17:00 Hrafn Kristjánsson, nýr þjálfari karlaliðs KR. Mynd/Anton Hrafn Kristjánsson hefur tekið við þjálfun karlaliðs KR í Iceland Express deildinni í körfubolta en Hrafn hafði áður tekið að sér að þjálfara kvennaliðið sem varð Íslandsmeistari í vor. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er meira en að segja það. Ég treysti mér alveg í þetta því ég er með gott fólk á bak við mig. Ég verð að nýta mér daginn vel því þetta þýðir það jafnframt að ég er ekki í eiginlegri dagvinnu. Það verða einstaklingsæfingar og sideline organizer á daginn," sagði Hrafn í viðtalið við Vísi í dag. „Það er bara þannig að ef manni er boðið þetta starf en hafnar því þá er ekkert víst að manni yrði boðið þetta aftur. Þetta er eitt af þeim störfum sem maður stefnir á þegar maður byrjar að mennta sig og tekur þá ákvörðun að verða atvinnuþjálfari," segir Hrafn. KR-ingar hafa verið að leita að þjálfara í allt sumar og eru langsíðastir til að ráða þjálfara á meistaraflokk af liðunum í Iceland Express deildinni. „Það má alveg færa rök fyrir því að ég sér að fara bakdyramegin þarna inn en ég get ekki haft áhyggjur af því. Það var alltaf greinilegur vilji hjá þeim að ráða einhvern innanbúðar innan gæsalappa og eftir að það gekk ekki upp með Victor þá snéru þeir sér að næstu kostum í stöðunni," segir Hrafn. Þeir þjálfarar sem þjálfuðu karla og kvennalið á síðasta tímabili fengu enga sérmeðferð hjá Körfuknattleikssambandinu og lentu meira segja í því að þurfa að velja á milli liða sinna þegar þau voru að spila á saman tíma. Hrafn hefur ekkik áhyggjur af því. „Ég leggst yfir þetta núna og fer yfir leikjaniðurröðun og það allt saman. Það verður að vera á hreinu frá upphafi hvernig þau mál verða tækluð," segir Hrafn sem er kominn með aðstoðarmann. „Ég er með Baldur Inga Jónasson með mér sem mína hægri hönd. Það er kannski of snemmt að lýsa því yfir að hann verði með báðum liðum en hann kom upphaflega inn sem aðstoðarþjálfari hjá kvennaliðinu og tenging á milli yngri flokka starfsins og kvennaliðsins. Það er stefnt að því að hann færi út aðeins sitt starfsvið. Ég verð líka með Pál Kolbeinsson með mér karlamegin," segir Hrafn. „Þetta er mjög verðugt verkefni og verður skemmtilegt. Þó svo að það komi upp einhverjir tímar þar sem að þetta skarist þá held ég að það eigi eftir að ganga upp. Ekki endilega af því að ég láti það ganga upp heldur þeir leikmenn sem ég hef hafa gert þetta allt áður. Þeir eru með hausinn á réttum stað," segir Hrafn en fyrirliði karlaliðsins, Fannar Ólafsson, lýsti því yfir á dögunum að KR-liðið ætlaði að vinna alla titla á næsta tímabili. „Markmiðið er klárlega það að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann eins og það á alltaf að vera hjá KR. Við skulum bara segja það að Fannar hafi haft fullan rétt á því að lýsa þessum markmiðum yfir," segir Hrafn og hann leggur áherslu á að nýtt fyrirkomulag mun ekkert koma niður á kvennaliðinu. „Það var alltaf á hreinu og ég er ekki að láta þetta kvennalið frá mér eða láta þær eitthvað sitja á hakanum. Þær eru ástæða þess að ég kom inn í félagið og þær eru búnar að blása svolitlu lífi í mig sem þjálfara bara með dugnaði sínum og krafti og hvernig þær nálgast íþróttina. Ég er alltaf hundrað prósent skuldbundinn því verkefni að þjálfa kvennaliðið þó svo að þessar breytingar hafi orðið," sagði Hrafn að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Hrafn Kristjánsson hefur tekið við þjálfun karlaliðs KR í Iceland Express deildinni í körfubolta en Hrafn hafði áður tekið að sér að þjálfara kvennaliðið sem varð Íslandsmeistari í vor. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er meira en að segja það. Ég treysti mér alveg í þetta því ég er með gott fólk á bak við mig. Ég verð að nýta mér daginn vel því þetta þýðir það jafnframt að ég er ekki í eiginlegri dagvinnu. Það verða einstaklingsæfingar og sideline organizer á daginn," sagði Hrafn í viðtalið við Vísi í dag. „Það er bara þannig að ef manni er boðið þetta starf en hafnar því þá er ekkert víst að manni yrði boðið þetta aftur. Þetta er eitt af þeim störfum sem maður stefnir á þegar maður byrjar að mennta sig og tekur þá ákvörðun að verða atvinnuþjálfari," segir Hrafn. KR-ingar hafa verið að leita að þjálfara í allt sumar og eru langsíðastir til að ráða þjálfara á meistaraflokk af liðunum í Iceland Express deildinni. „Það má alveg færa rök fyrir því að ég sér að fara bakdyramegin þarna inn en ég get ekki haft áhyggjur af því. Það var alltaf greinilegur vilji hjá þeim að ráða einhvern innanbúðar innan gæsalappa og eftir að það gekk ekki upp með Victor þá snéru þeir sér að næstu kostum í stöðunni," segir Hrafn. Þeir þjálfarar sem þjálfuðu karla og kvennalið á síðasta tímabili fengu enga sérmeðferð hjá Körfuknattleikssambandinu og lentu meira segja í því að þurfa að velja á milli liða sinna þegar þau voru að spila á saman tíma. Hrafn hefur ekkik áhyggjur af því. „Ég leggst yfir þetta núna og fer yfir leikjaniðurröðun og það allt saman. Það verður að vera á hreinu frá upphafi hvernig þau mál verða tækluð," segir Hrafn sem er kominn með aðstoðarmann. „Ég er með Baldur Inga Jónasson með mér sem mína hægri hönd. Það er kannski of snemmt að lýsa því yfir að hann verði með báðum liðum en hann kom upphaflega inn sem aðstoðarþjálfari hjá kvennaliðinu og tenging á milli yngri flokka starfsins og kvennaliðsins. Það er stefnt að því að hann færi út aðeins sitt starfsvið. Ég verð líka með Pál Kolbeinsson með mér karlamegin," segir Hrafn. „Þetta er mjög verðugt verkefni og verður skemmtilegt. Þó svo að það komi upp einhverjir tímar þar sem að þetta skarist þá held ég að það eigi eftir að ganga upp. Ekki endilega af því að ég láti það ganga upp heldur þeir leikmenn sem ég hef hafa gert þetta allt áður. Þeir eru með hausinn á réttum stað," segir Hrafn en fyrirliði karlaliðsins, Fannar Ólafsson, lýsti því yfir á dögunum að KR-liðið ætlaði að vinna alla titla á næsta tímabili. „Markmiðið er klárlega það að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann eins og það á alltaf að vera hjá KR. Við skulum bara segja það að Fannar hafi haft fullan rétt á því að lýsa þessum markmiðum yfir," segir Hrafn og hann leggur áherslu á að nýtt fyrirkomulag mun ekkert koma niður á kvennaliðinu. „Það var alltaf á hreinu og ég er ekki að láta þetta kvennalið frá mér eða láta þær eitthvað sitja á hakanum. Þær eru ástæða þess að ég kom inn í félagið og þær eru búnar að blása svolitlu lífi í mig sem þjálfara bara með dugnaði sínum og krafti og hvernig þær nálgast íþróttina. Ég er alltaf hundrað prósent skuldbundinn því verkefni að þjálfa kvennaliðið þó svo að þessar breytingar hafi orðið," sagði Hrafn að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira