Umfjöllun: Fram bikarmeistari í fyrsta skiptið í ellefu ár Ómar Þorgeirsson skrifar 27. febrúar 2010 19:08 Framstúlkur fögnuðu dátt í leikslok í dag. Mynd/Daníel Fram varð Eimskipsbikarmeistari kvenna í handbolta eftir dramatískan 20-19 sigur gegn Val í Laugardalshöll í dag en staðan var 13-9 Fram í vil í hálfleik. Þetta er þrettándi bikarmeistaratitil kvennaliðs Fram en ellefu ár eru liðin síðan liðið vann síðast en það var árið 1999. Fram byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 5-0 forystu snemma leiks. Valur lét þó ekki slá sig útaf laginu og náði með mikilli baráttu að saxa á forskot Fram og jafna leikinn 7-7. Þá náði Fram aftur tökum á leiknum og þegar hálfleiksflautan gall var munurinn á liðunum fjögur mörk, 13-9 Fram í vil. Framstúlkur náðu að halda forskotinu framan af seinni hálfleiknum og útlit fyrir að þær myndu sigla sigrinum hægt og bítandi í land en Valsstúlkur voru hins vegar ekki búnar að segja sitt síðasta. Í stöðunni 19-14 Fram í vil um miðbik síðari hálfleiks náðu Valsstúlkur að skora fimm mörk í röð og jafna leikinn, 19-19, þegar skammt lifði leiks. Markvörðurinn Berglind Íris Hansdóttir hjá Val fór á kostum á þeim leikkafla og hún náði svo að verja úr dauðafæri eftir það þannig að Valsstúlkur voru skyndilega komnar með pálmann í hendurnar og möguleika á að stela sigrinum á lokamínútunni. Þær fóru hins vegar illa af ráði sínu í sókninni og misstu boltann í hendurnar á Framstúlkum sem brunuðu í sókn á lokaandartökunum. Berglind Íris varði aftur meistaralega en það nægði ekki því Pavla Nevarilova náði á ótrúlegan hátt að slá boltann inn í markið af línunni og leiktíminn rann út eftir það og dramatískur sigur Framara staðreynd.Tölfræðin: Fram-Valur 20-19 (13-9)Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 6/1 (17/2), Karen Knútsdóttir 4/1 (10/3), Hildur Þorgeirsdóttir 3 (8), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2 (2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (3), Marthe Sördal 1 (3), Pavla Nevarilova 1 (3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1 (4).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 23/1 (42/5, 55%)Hraðaupphlaup: 6 (Guðrún Þóra, Marthe, Stella, Karen, Ásta Birna, Hildur)Fiskuð víti: 5 (Karen 2, Stella, Marthe, Pavla)Utan vallar: 6 mínúturMörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúladóttir 8/4 (19/5), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (3), Katrín Andrésdóttir 2 (3), Kristín Guðmundsdóttir 2 (6), Brynja Dögg Steinsen 1 (1), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 0 (1).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 23/2 (43/5, 53%)Hraðaupphlaup: 4 (Hrafnhildur, Ágústa Edda, Rebekka Rut)Fiskuð víti: 5 (Hrafnhildur 2, Rebekka Rut, Kristín, Brynja Dögg)Utan vallar: 0 mínútur Olís-deild kvenna Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Sjá meira
Fram varð Eimskipsbikarmeistari kvenna í handbolta eftir dramatískan 20-19 sigur gegn Val í Laugardalshöll í dag en staðan var 13-9 Fram í vil í hálfleik. Þetta er þrettándi bikarmeistaratitil kvennaliðs Fram en ellefu ár eru liðin síðan liðið vann síðast en það var árið 1999. Fram byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 5-0 forystu snemma leiks. Valur lét þó ekki slá sig útaf laginu og náði með mikilli baráttu að saxa á forskot Fram og jafna leikinn 7-7. Þá náði Fram aftur tökum á leiknum og þegar hálfleiksflautan gall var munurinn á liðunum fjögur mörk, 13-9 Fram í vil. Framstúlkur náðu að halda forskotinu framan af seinni hálfleiknum og útlit fyrir að þær myndu sigla sigrinum hægt og bítandi í land en Valsstúlkur voru hins vegar ekki búnar að segja sitt síðasta. Í stöðunni 19-14 Fram í vil um miðbik síðari hálfleiks náðu Valsstúlkur að skora fimm mörk í röð og jafna leikinn, 19-19, þegar skammt lifði leiks. Markvörðurinn Berglind Íris Hansdóttir hjá Val fór á kostum á þeim leikkafla og hún náði svo að verja úr dauðafæri eftir það þannig að Valsstúlkur voru skyndilega komnar með pálmann í hendurnar og möguleika á að stela sigrinum á lokamínútunni. Þær fóru hins vegar illa af ráði sínu í sókninni og misstu boltann í hendurnar á Framstúlkum sem brunuðu í sókn á lokaandartökunum. Berglind Íris varði aftur meistaralega en það nægði ekki því Pavla Nevarilova náði á ótrúlegan hátt að slá boltann inn í markið af línunni og leiktíminn rann út eftir það og dramatískur sigur Framara staðreynd.Tölfræðin: Fram-Valur 20-19 (13-9)Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 6/1 (17/2), Karen Knútsdóttir 4/1 (10/3), Hildur Þorgeirsdóttir 3 (8), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2 (2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (3), Marthe Sördal 1 (3), Pavla Nevarilova 1 (3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1 (4).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 23/1 (42/5, 55%)Hraðaupphlaup: 6 (Guðrún Þóra, Marthe, Stella, Karen, Ásta Birna, Hildur)Fiskuð víti: 5 (Karen 2, Stella, Marthe, Pavla)Utan vallar: 6 mínúturMörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúladóttir 8/4 (19/5), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (3), Katrín Andrésdóttir 2 (3), Kristín Guðmundsdóttir 2 (6), Brynja Dögg Steinsen 1 (1), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 0 (1).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 23/2 (43/5, 53%)Hraðaupphlaup: 4 (Hrafnhildur, Ágústa Edda, Rebekka Rut)Fiskuð víti: 5 (Hrafnhildur 2, Rebekka Rut, Kristín, Brynja Dögg)Utan vallar: 0 mínútur
Olís-deild kvenna Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Sjá meira