Menn sjá víða viðskiptatækifæri og eitt það skemmtilegasta sem hefur sést lengi er í boði bjórframleiðanda í Cleveland.
Great Lakes bjórframleiðandinn bruggaði bjór eftir að LeBron James hætti hjá Cleveland sem heitir einfaldlega "Quitness". Bjórinn er að sjálfsögðu bitur.
Bjórinn sló algjörlega í gegn á kránni sem framleiðandinn rekur og ekki var dropi eftir af Quitness aðeins þremur tímum eftir að hann fór í sölu.
Það var því lítið annað hægt að gera en að brugga meira og verður þessi vinsæli bjór til í takmörkuðu magni aftur í dag.
Segir í tilkynningu frá fyrirtækinu að fyrstur kemur, fyrstur fær.