Viðskipti innlent

Nýr framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins

Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdarstjóri Íslenska dansflokksins. Sigrún Lilja er 42 ára hagfræðingur með Cand. Merc gráðu frá Viðskiptaháskólanum í Árósum.

Í tilkynningu segir að Sigrún Lilja sé vel kunnug menningarheiminum því hún var áður framkvæmdarstjóri Leikhúsmógúlsins, en félagið á höfundarréttinn á leikritinu Hellisbúanum sem er sýnt um allan heim. Einnig var hún framkvæmdarstjóri Miðborgar Reykjavíkur og Pourquou Pas? verkefnisins (Franskt vor á Íslandi 2007).

Sigrún Lilja var forstöðumaður upplýsingasviðs Útflutningsráðs Íslands í tæp 10 ár þar sem hún tók meðal annars þátt í ýmsum átaksverkefnum með það markmið að auka og efla útflutning íslenskra fyrirtækja.

Sigrún tekur við af Ásu Richarsdóttur sem hefur gegnt starfi framkvæmdarstjóra Íslenska dansflokksins síðasliðin 8 ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×