Handbolti

Hannover tapaði fyrir Lemgo

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vignir í leik með Lemgo í fyrra.
Vignir í leik með Lemgo í fyrra.

Lemgo hefndi fyrir tapið gegn Hannover/Burgdorf í bikarnum á dögunum með þvi að leggja Hannover í dag í deildarleik. Lokatölur 26-31 fyrir Lemgo.

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði þrjú mörk fyrir Hannover og Hannes Jón Jónsson tvö, þar af eitt úr víti. Vignir Svavarsson komst ekki á blað gegn sínu gamla félagi í dag.

Hannover er í 13. sæti af 18 liðum í þýsku Bundesligunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×