Fékk risalán til að kaupa Fons út úr Iceland Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. febrúar 2010 18:45 Landsbankinn lánaði félagi í eigu Stoða og annarra, rúmlega fimmtíu milljarða til að kaupa Fons, félag Pálma Haraldssonar, út úr Iceland verslanakeðjunni rétt fyrir hrun. Skuldin stendur nú í níutíu milljörðum og þarf skilanefnd bankans væntanlega að taka yfir hlutinn áður en árið er úti. Þessi eign er hluti þess sem á að ganga upp í Icesave. Fyrirtækið Stytta er í eigu tveggja félaga annars vegar Stoða, áður FL Group, og hins vegar fyrirtækisins Blackstar Limited sem skráð er á eynni Mön. Blackstar er í eigu þriggja lykilstjórnenda bresku verslanakeðjunnar Iceland, þeirra Malcolms Walkers, forstjóra, Andrew Pritchards og Tarsems Singh Dhaliwals, fjármálastjóra Iceland. Stytta fékk 430 milljóna punda lán hjá árið 2008 til að kaupa 29 prósenta hlut Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, í Iceland-keðjunni. Langstærstur hluti fjárhæðarinnar var fenginn að láni hjá Landsbanka Íslands, samkvæmt heimildum fréttastofu, en umreiknað í íslenskar krónur stendur lánið í 86 milljörðum króna. Til að setja þá upphæð í samhengi má geta þess að upphafleg kostnaðaráætlun vegna byggingar Kárahnjúkavirkjunar var hundrað milljarðar króna en upphæðin er um fjórðungur þess sem hugsanlega lendir á íslenskum skattgreiðendum vegna Icesave. Eins og áður segir var langstærstur hluti fjárhæðarinnar fenginn að láni hjá Landsbanka Íslands. Taka ber þó skýrt fram að stór hluti upphæðarinnar var að öllum líkindum yfirtaka á láni Landsbankans til Fons. Í september á þessu ári þarf Stytta að greiða afborgun af láninu upp á tæplega 70 milljarða króna, en eina eign félagsins er 29 prósenta hlutur í Iceland. Ekki liggur fyrir nýlegt opinbert verðmat á Iceland keðjunni. Baugur var stærsti hluthafinn með hlut sem nú er í eigu Landsbankans, eftir gjaldþrot Baugs. Í Project Sunrise, sérstakri áætlun um endurreisn Baugs, sem aldrei varð að veruleika, var Iceland-keðjan verðlögð á rúman milljarð punda, eða um 200 milljarða króna. Þetta verðmat þykir þó umdeilt og í því samhengi má benda á að breska dagblaðið The Sunday Times verðlagði fyrirtækið á 400 milljónir punda á vormánuðum 2008. Landsbankinn heldur nú utan um 40 prósenta hlut í Iceland. Gríðarlegar lagalegar flækjur eru því samfara að taka Styttu yfir, samkvæmt heimildum fréttastofu. Ef það gengur hins vegar eftir mun Landsbankinn eiga 69 prósenta hlut í Iceland og verða langstærsti hluthafinn, en í undirbúningi er yfirtaka á Styttu innan skilanefndar Landsbankans, samkvæmt heimildum fréttastofu. Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Landsbankinn lánaði félagi í eigu Stoða og annarra, rúmlega fimmtíu milljarða til að kaupa Fons, félag Pálma Haraldssonar, út úr Iceland verslanakeðjunni rétt fyrir hrun. Skuldin stendur nú í níutíu milljörðum og þarf skilanefnd bankans væntanlega að taka yfir hlutinn áður en árið er úti. Þessi eign er hluti þess sem á að ganga upp í Icesave. Fyrirtækið Stytta er í eigu tveggja félaga annars vegar Stoða, áður FL Group, og hins vegar fyrirtækisins Blackstar Limited sem skráð er á eynni Mön. Blackstar er í eigu þriggja lykilstjórnenda bresku verslanakeðjunnar Iceland, þeirra Malcolms Walkers, forstjóra, Andrew Pritchards og Tarsems Singh Dhaliwals, fjármálastjóra Iceland. Stytta fékk 430 milljóna punda lán hjá árið 2008 til að kaupa 29 prósenta hlut Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, í Iceland-keðjunni. Langstærstur hluti fjárhæðarinnar var fenginn að láni hjá Landsbanka Íslands, samkvæmt heimildum fréttastofu, en umreiknað í íslenskar krónur stendur lánið í 86 milljörðum króna. Til að setja þá upphæð í samhengi má geta þess að upphafleg kostnaðaráætlun vegna byggingar Kárahnjúkavirkjunar var hundrað milljarðar króna en upphæðin er um fjórðungur þess sem hugsanlega lendir á íslenskum skattgreiðendum vegna Icesave. Eins og áður segir var langstærstur hluti fjárhæðarinnar fenginn að láni hjá Landsbanka Íslands. Taka ber þó skýrt fram að stór hluti upphæðarinnar var að öllum líkindum yfirtaka á láni Landsbankans til Fons. Í september á þessu ári þarf Stytta að greiða afborgun af láninu upp á tæplega 70 milljarða króna, en eina eign félagsins er 29 prósenta hlutur í Iceland. Ekki liggur fyrir nýlegt opinbert verðmat á Iceland keðjunni. Baugur var stærsti hluthafinn með hlut sem nú er í eigu Landsbankans, eftir gjaldþrot Baugs. Í Project Sunrise, sérstakri áætlun um endurreisn Baugs, sem aldrei varð að veruleika, var Iceland-keðjan verðlögð á rúman milljarð punda, eða um 200 milljarða króna. Þetta verðmat þykir þó umdeilt og í því samhengi má benda á að breska dagblaðið The Sunday Times verðlagði fyrirtækið á 400 milljónir punda á vormánuðum 2008. Landsbankinn heldur nú utan um 40 prósenta hlut í Iceland. Gríðarlegar lagalegar flækjur eru því samfara að taka Styttu yfir, samkvæmt heimildum fréttastofu. Ef það gengur hins vegar eftir mun Landsbankinn eiga 69 prósenta hlut í Iceland og verða langstærsti hluthafinn, en í undirbúningi er yfirtaka á Styttu innan skilanefndar Landsbankans, samkvæmt heimildum fréttastofu.
Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira