Erlent

Lögreglumenn slasaðir eftir mótmæli stúdenta

Frá Lundúnum í dag.
Frá Lundúnum í dag. Mynd/AP

Tveir lögreglumenn hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir mótmælaaðgerðir stúdenta í Lundúnum. Talið er að annar þeirra sé handleggsbrotinn og hinn fótbrotinn. Tugþúsundir stúdenta hafa mótmælt víðsvegar um Bretland þar á meðal í Lundúnum, Bristol, Birmingham, Glasgow, Manchester, Cambridge og Brighton.

Stúdentarnir mótmæla þreföldun skólagjalda í háskólum landsins. Í dag gengu þeir yfir Trafalgartorg og reyndu að komast að Downingstræti 10, embættisbústað Davids Cameron forsætisráðherra. Þar var fyrir mikið lögreglulið sem stöðvaði gönguna. Til stympinga kom þar sem lögreglumenn og mótmælendur slösuðust.

Áfram var mótmælt í kvöld en flestir tóku þátt í aðgerðunum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×