Rúnar: Ætla að vera leiðinlegur og spá þessu 3-0 fyrir Hauka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2010 14:45 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar. Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Rúnar Sigtryggsson, þjálfara Akureyrar, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum. „Ég held að Haukarnir hafi betur. Þeir eru með tvo öfluga markmenn og eru bara með betra lið," segir Rúnar og segir að sóknarleikur Valsmenn þurfi að vera mun betri ef liðið ætli sér að gera eitthvað í lokaúrslitunum í ár. „Valsmenn þurfa að spila betri sóknarleik en þeir hafa verið að gera og þá eiga þeir ágætis möguleika. Þeir spila ágætis varnaleik og Hlynur hefur verið öflugur í markinu. Svo er spurningin um hvað gerist þegar menn fara að skjóta rétt á Hlyn. Þá er spurningin um hvort Valsmenn eigi nógu góðan annan markmann til þess að fylla í það skarð. Haukarnir er með besta markmanninn og svo með einn efnilegasta markmanninn líka," segir Rúnar. Rúnar hrósar markmönnum Haukaliðsins en styrkur liðsins liggur annarsstaðar líka. „Haukarnir eru fljótir fram þegar þeir vinna boltann og þeir eru með sterkar skyttur í Sigurbergi og Björgvin. Björgvin er búinn að vera að spila mjög vel seinni hluta vetrar og hann hefur dregið vagninn fyrir þá. Það verður erfitt fyrir Valsmenn að spila flata 6:0 vörn á móti þeim eins og þeir gátu leyft sér á móti okkur," segir Rúnar. Haukarnir hafa unnið titilinn fimm sinnum á síðustu sjö árum og það telur Rúnar að telji í þessu úrslitaeinvígi. „Haukarnir eru með mikla sigurhefð, þeir þekkja þessa stöðu vel og vita hvað þarf til. Ég býst við því að þeir muni reyna að endurtaka það að vinna titilinn en Valsmenn hlýtur að klæja líka í að vinna eitthvað. Þeir hafa verið með mjög öflugan mannskap síðustu ár en hafa bara einu sinni tekið titilinn og hlýtur því að langa í þetta líka," segir Rúnar en hann er samt ekki bjartsýnn á Valssigur í einvíginu. „Það eru einhverjar líkur á oddaleik en ég ætla að vera leiðinlegur og spá þessu 3-0. Þetta verður erfitt fyrir Valsmenn. Haukarnir hafa væntanlega náð að undirbúa sig betur því þeir fengu tveimur dögum meira í kvöld og ættu að koma betur innstilltir inn í einvígið," segir Rúnar. „Ef Haukarnir vinna tvo fyrstu leikina þá klára þeir væntanlega þriðja leikinn á heimavelli. Ætli annar leikurinn í Vodafone-höllinni verði ekki lykilleikurinn," sagði Rúnar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Rúnar Sigtryggsson, þjálfara Akureyrar, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum. „Ég held að Haukarnir hafi betur. Þeir eru með tvo öfluga markmenn og eru bara með betra lið," segir Rúnar og segir að sóknarleikur Valsmenn þurfi að vera mun betri ef liðið ætli sér að gera eitthvað í lokaúrslitunum í ár. „Valsmenn þurfa að spila betri sóknarleik en þeir hafa verið að gera og þá eiga þeir ágætis möguleika. Þeir spila ágætis varnaleik og Hlynur hefur verið öflugur í markinu. Svo er spurningin um hvað gerist þegar menn fara að skjóta rétt á Hlyn. Þá er spurningin um hvort Valsmenn eigi nógu góðan annan markmann til þess að fylla í það skarð. Haukarnir er með besta markmanninn og svo með einn efnilegasta markmanninn líka," segir Rúnar. Rúnar hrósar markmönnum Haukaliðsins en styrkur liðsins liggur annarsstaðar líka. „Haukarnir eru fljótir fram þegar þeir vinna boltann og þeir eru með sterkar skyttur í Sigurbergi og Björgvin. Björgvin er búinn að vera að spila mjög vel seinni hluta vetrar og hann hefur dregið vagninn fyrir þá. Það verður erfitt fyrir Valsmenn að spila flata 6:0 vörn á móti þeim eins og þeir gátu leyft sér á móti okkur," segir Rúnar. Haukarnir hafa unnið titilinn fimm sinnum á síðustu sjö árum og það telur Rúnar að telji í þessu úrslitaeinvígi. „Haukarnir eru með mikla sigurhefð, þeir þekkja þessa stöðu vel og vita hvað þarf til. Ég býst við því að þeir muni reyna að endurtaka það að vinna titilinn en Valsmenn hlýtur að klæja líka í að vinna eitthvað. Þeir hafa verið með mjög öflugan mannskap síðustu ár en hafa bara einu sinni tekið titilinn og hlýtur því að langa í þetta líka," segir Rúnar en hann er samt ekki bjartsýnn á Valssigur í einvíginu. „Það eru einhverjar líkur á oddaleik en ég ætla að vera leiðinlegur og spá þessu 3-0. Þetta verður erfitt fyrir Valsmenn. Haukarnir hafa væntanlega náð að undirbúa sig betur því þeir fengu tveimur dögum meira í kvöld og ættu að koma betur innstilltir inn í einvígið," segir Rúnar. „Ef Haukarnir vinna tvo fyrstu leikina þá klára þeir væntanlega þriðja leikinn á heimavelli. Ætli annar leikurinn í Vodafone-höllinni verði ekki lykilleikurinn," sagði Rúnar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira