Innlent

Stal dyrabjöllu og frosnu kjöti

Síbrotamaður hefur verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir mörg þjófnaðarbrot. Hann stal meðal annars á annað hundrað kílóum af frosnu kjöti úr gámi á Höfn á síðasta ári.

Maðurinn, sem afplánar nú annan dóm, lét greipar sópa í geymsluhúsnæði og bílum þar sem hann tók meðal annars dyrabjöllu, tækjabúnað og áfengi ófrjálsri hendi.

Maðurinn á að baki brotaferil og hefur hlotið fjórtán dóma og oft gengist undir viðurlög.- jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×