Starfsemi Landspítala jókst ekki á síðasta ári og er það í fyrsta sinn frá sameiningu árið 2000. Þetta kemur fram í nýjum starfsemisupplýsingum LSH sem birtast í heild á næstu dögum.
Björn Zoëga, forstjóri LSH, víkur að þessu í pistli á heimasíðu spítalans. Hann segir að miðað við 2008 leituðu um 2,5 prósentum færri einstaklingar til spítalans en 2009. Komur á slysa- og bráðadeild stóðu í stað og voru um 95 þúsund. Meðallegutími styttist eða um rúmlega sjö prósent sem leiddi til þess að legudögum fækkaði um næstum 17 þúsund. Á sama tíma fjölgaði fæðingum um 125 en skurðaðgerðum fækkaði um 530. - shá
