Rickie Fowler var valinn nýliði ársins en hann var valinn í bandaríska Ryderliðið sem keppti á Celtic Manor. Fowler, sem er 21 árs, náði fínum árangri á sínu fyrsta ári, en hann er sá yngsti sem fær þessa virðurkenningu frá árinu 1996 þegar Tiger Woods var valinn nýliði ársins.
Fowler var sjö sinnum í hópi 10 efstu á þeim 28 mótum sem hann tók þátt í. Tvívegis varð hann í öðru sæti. Hann endaði í 35. sæti peningalistans og er í 25. sæti heimslistans en hann hóf árið í 249. sæti heimslistans. Hann vann sér inn um 330 milljónir kr. í verðlaunafé.
Derek Lamely, Rory McIlroy og Alex Prugh voru einnig tilnefndir en athygli vekur að McIlroy var sá eini sem náði að sigra á PGA móti á keppnistímabilinu.