Lögregluna á Akureyri grunar að glæpagengi hafi heimsótt bæinn á laugardagskvöldið, gagngert til að láta greipar sópa í bílum heimamanna.
Aðfararnótt sunnadags var brotist inn í ellefu bíla þar í bæ, rúður í þeim brotnar og stolið átta GPS staðsetningartækjum og tveimur radarvörum. Engin slíkur þjófnaður var framinn nóttina áður og engin í nótt, svo vitað sé.
Telur lögregla líklegt að þjófarnri hafi látið sig hverfa úr bænum eftir ránsferðina og er þeira nú leitað.-
Glæpagengi lét greipar sópa um Akureyri
