Þegar þessi orð eru skrifuð er hálftími í slag erkifjendanna FH og Hauka í N1-deildinni í handbolta. FH-ingar voru í gær verðlaunaðir fyrir góða umgjörð á leikjum sínum en í leiknum í kvöld er öllu til tjaldað.
Stefnt er að aðsóknarmeti en einnig ætla FH-ingar að setja met í sölu á hamborgurum. Á grillinu er enginn annar en Heimir Guðjónsson, þjálfari fótboltaliðs FH. Heimir var í óða önn að gefa svöngum Hafnfirðingum að borða þegar blaðamaður mætti í hús.
Samkvæmt heimasíðu FH er Heimir grillmaður mikill og lætur veturinn ekkert stöðva sig í að draga fram grillið.
