Setur að manni óhug ef fyrirtæki flýja land 7. júlí 2010 03:30 Þórður Friðjónsson, hér á hægri hönd Halldórs Friðriks Þorsteinssonar hjá HF Verðbréfum, segir lágt gengi krónunnar til langframa viðsjárverða þróun. markaðurinn/stefán „Ég tel hættuna á fyrirtækjaflótta því miður raunverulega,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar og fyrrverandi forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Hann bendir á að fyrir hrun hafi umhverfi fyrirtækja hér um margt verið hagfellt og fyrir vikið eftirsóknarvert að starfrækja fyrirtæki í alþjóðlegum rekstri. Þórður nefnir að skattalegur aðbúnaður hafi hér verið aðlaðandi í samanburði við flest önnur lönd og hagkerfið almennt talið vel skipulagt og traust. Nú séu aðrir tímar. „Það er erfiðara að finna sannfærandi rök fyrir því að staðsetja áfram fyrirtæki á Íslandi sem eðli máls vegna gætu verið hvar sem er í heiminum. Össur og Marel eru góð dæmi en einnig mætti nefna óskráð fyrirtæki, svo sem Actavis og CCP. Það setur að manni óhug að hugsa til þess ef eitt eða fleiri af slíkum fyrirtækjum hyrfu af landi brott,“ segir hann. Þórður bendir á að þótt hrunið hafi vissulega dregið úr því hversu eftirsóknarvert það sé að eiga og reka hér fyrirtæki hafi gríðarleg lækkun krónunnar áhrif. Veik staða hennar nú geti styrkt samkeppnisstöðu landsins til skamms tíma. Þróunin er varhugaverð, að mati Þórðar: „Þetta viljum við auðvitað ekki að verði varanlegt ástand. Lágt gengi þýðir léleg lífskjör. En gengi krónunnar verður líklega lágt um nokkurn tíma og á meðan njóta útflutningsfyrirtækin óvenjulega hagstæðrar samkeppnisstöðu gagnvart öðrum löndum,“ segir hann og leggur áherslu á að þjóðin nái sér sem fyrst á strik eftir hrunið. „Við þurfum að geta sannfært okkur sjálf og umhverfið um að við séum á réttri leið. Og rétta leiðin er stysta leiðin að öflugum markaðsbúskap með áþekku sniði og var hér fyrir hrun, að sjálfsögðu án gallanna sem leiddu til þess. Þegar við höfum valið skynsamlega leið inn í framtíðina þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af fyrirtækjaflótta,“ segir Þórður. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
„Ég tel hættuna á fyrirtækjaflótta því miður raunverulega,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar og fyrrverandi forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Hann bendir á að fyrir hrun hafi umhverfi fyrirtækja hér um margt verið hagfellt og fyrir vikið eftirsóknarvert að starfrækja fyrirtæki í alþjóðlegum rekstri. Þórður nefnir að skattalegur aðbúnaður hafi hér verið aðlaðandi í samanburði við flest önnur lönd og hagkerfið almennt talið vel skipulagt og traust. Nú séu aðrir tímar. „Það er erfiðara að finna sannfærandi rök fyrir því að staðsetja áfram fyrirtæki á Íslandi sem eðli máls vegna gætu verið hvar sem er í heiminum. Össur og Marel eru góð dæmi en einnig mætti nefna óskráð fyrirtæki, svo sem Actavis og CCP. Það setur að manni óhug að hugsa til þess ef eitt eða fleiri af slíkum fyrirtækjum hyrfu af landi brott,“ segir hann. Þórður bendir á að þótt hrunið hafi vissulega dregið úr því hversu eftirsóknarvert það sé að eiga og reka hér fyrirtæki hafi gríðarleg lækkun krónunnar áhrif. Veik staða hennar nú geti styrkt samkeppnisstöðu landsins til skamms tíma. Þróunin er varhugaverð, að mati Þórðar: „Þetta viljum við auðvitað ekki að verði varanlegt ástand. Lágt gengi þýðir léleg lífskjör. En gengi krónunnar verður líklega lágt um nokkurn tíma og á meðan njóta útflutningsfyrirtækin óvenjulega hagstæðrar samkeppnisstöðu gagnvart öðrum löndum,“ segir hann og leggur áherslu á að þjóðin nái sér sem fyrst á strik eftir hrunið. „Við þurfum að geta sannfært okkur sjálf og umhverfið um að við séum á réttri leið. Og rétta leiðin er stysta leiðin að öflugum markaðsbúskap með áþekku sniði og var hér fyrir hrun, að sjálfsögðu án gallanna sem leiddu til þess. Þegar við höfum valið skynsamlega leið inn í framtíðina þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af fyrirtækjaflótta,“ segir Þórður.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira