Innlent

Yfirheyrslum haldið áfram í dag

Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson sitja báðir í gæsluvarðhaldi.
Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson sitja báðir í gæsluvarðhaldi.

Yfirheyrslur vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Kaupþings munu halda áfram í dag, en stíft er unnið að rannsókn málsins hjá embættinu um helgina.

Til stendur að yfirheyra fjölda manns á meðan Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjórar, sitja í gæsluvarðhaldi. Nokkrir af þeim sem talið er brýnt að yfirheyra eru staddir erlendis, en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvenær þeir eru væntanlegir til landsins.

Rannsókn sérstaks saksóknara á meintum lögbrotum í Kaupþingi er umfangsmikil. Grunur leikur á markaðsmisnotkun, skjalafalsi, auðgunarbroti og broti á hlutafélagalögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×