Innlent

Tunglfiskur veiddist við Íslandsstrendur

Boði Logason skrifar
Tunglfiskurinn sem veiddist rétt við Íslandsstrendur
Tunglfiskurinn sem veiddist rétt við Íslandsstrendur Mynd/Georg Skæringsson
Sjómenn á Kap VE  veiddu Tunglfisk er þeir voru á Makrílveiðum um það bil 60 mílur út af Reykjanesi á dögunum. Frekar sjaldgæft er að tegundin veiðist hér við land en þeir lifa nánast einungis í hlýjum sjó.

„Þetta er frekar sjaldgæft að sjá þennan fisk við Íslandsstrendur, það er alls ekki mikið um þetta," segir Georg Skæringsson, verk- og tæknistjóri hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Hann er nú kominn með fiskinn í sínar hendur og ætlar að stoppa hann upp. „Við erum búnir að koma honum í frost og ganga frá honum, nú þarf bara að finna tíma og flutning fyrir hann."

Tunglfiskur getur orðið gríðarlega stór og þungurMynd/Sailnet.com
Georg segist vera með einn slíkan fisk hjá sér nú þegar en hann er töluvert minni. „Þessi fiskur sem strákarnir á Ísleifi VE veiddu er meter á lengd og tæplega meter á breidd. Hann er helvíti stór," segir Georg en segir erfitt að segja nákvæmlega til um það hversu þungur fiskurinn er. „Ég myndi giska á svona hundrað til tvö hundrað kíló."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×