Erlent

Suu Kyi hunsar kosningar í Búrma

Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, segist ekki ætla að taka þátt í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram fer í landinu í tuttugu ár. Suu Kyi hefur verið í stofufangelsi síðustu ár en hefur barist ötullega fyrir lýðræðislegum umbótum í landinu sem stjórnað er af herforingjum.

Hún var ekki á kjörskrá til að byrja með en eftir að herforingjarnir settu hana á kjörskrá lét hún þau boð út berast að hún vildi ekki taka þátt í kosningum sem skipulagðar eru af hernum. Talið er að margir stuðningsmanna fylgi fordæmi hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×