Að standa við alþjóðlegar skuldbindingar Sigurður Líndal skrifar 14. janúar 2010 06:00 Síðustu daga hafa dunið á okkur yfirlýsingar frá ýmsum ráðherrum Norðurlanda um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar sem merkir einfaldlega að íslenzka ríkið ábyrgist greiðslur vegna Icesave-skulda sem brezka og hollenzka ríkið hafi greitt þarlendum innistæðueigendum og og vilji nú að íslenzka ríkið standi þeim skil á. Þessu fylgja síðan hótanir um að Íslendingum verði öðrum kosti vísað úr samfélagi þjóðanna með hörmulegum efnahagslegum afleiðingum. Undir þetta hafa síðan tekið nokkrir Íslendingar, jafnvel þeir sem ættu að vera í fyrirsvari fyrir þjóðina. Nú hefur það verið ítrekað oftar en tölu verði á komið að tilteknir einstaklingar hafa stofnað til þessara skulda, en ekki íslenzka ríkið og því síður þjóðin sem heild. Ef ríkið ætti að ábyrgjast slíkar skuldir – að ekki sé minnzt á þungar og ófyrirsjáanlegar byrðar næstu kynslóða – yrði það að styðjast við skýr fyrirmæli í lögum, alþjóðasamningum eða löglega bindandi yfirlýsingum ráðamanna sem hefðu til þess heimild. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið vakin athygli á þessu og farið hafi verið fram á nánari skýringar, hefur það ekki náð eyrum Norðurlandahöfðingja. Þá hafa Bretar og Hollendingar hafnað allri dómsmeðferð í hvaða formi sem er til þess að fá úr því skorið hvort slík skylda sé yfirleitt fyrir hendi og ef hún teldist vera, þá að hvaða marki. En viðbrögðin frá Norðurlöndum hafa birzt í endurteknum yfirlýsingum um að Íslendingar eigi að standa við skuldbindingar sínar, en nánari skýringar láta á sér standa. Nú má vera að höfðingjar Norðurlanda telji sig hafa annað við tímann að gera en svara því sem þeir telja greinilega raus íslenzkra lögfræðinga, blaðamanna og þingmanna og þá verður við það að sitja. En nú mætti ætla að málið væri komið á annað stig. Þegar forseti hafði synjað síðari Icesave-lögunum (lögum nr.1/2010) staðfestingar hélt Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra utan á fund starfsbræðra sinna á Norðurlöndum. Ætla verður að hann hafi innt þá nánari skýringar á afstöðu þeirra til Íslendinga og þá sérstaklega því við hvaða réttarheimildir yfirlýsingar þeirra styðjist um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í þessu Icesave-máli. Ennfremur má ætla að hann hefði óskað skýringa á stuðningi þeirra við afstöðu Breta og Hollendinga að hafna allri dómsmeðferð til að varpa ljósi á réttarstöðu Íslendinga. Gera verður ráð fyrir að viðmælendur ráðherrans hafi virt hann svars og þá sýnist mér eðlilegt að hann geri grein fyrir röksemdum Norðurlandaráðherranna fyrir þessum ítrekuðu fullyrðingum. Nú birtast á hverjum degi greinar og viðtöl við valinkunna menn sem halda því fram að engar eða í mesta lagi takmarkaðar skuldbindingar hvíli á Íslendingum til að greiða Icesave-skuldirnar. En viðbrögð frá Norðurlöndum eru sem fyrr órökstuddar fullyrðingar um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Kannski Steingrímur fjármálaráðherra bæti úr og færi okkur röksemdir viðmælenda sinna. Höfundur er lagaprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa dunið á okkur yfirlýsingar frá ýmsum ráðherrum Norðurlanda um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar sem merkir einfaldlega að íslenzka ríkið ábyrgist greiðslur vegna Icesave-skulda sem brezka og hollenzka ríkið hafi greitt þarlendum innistæðueigendum og og vilji nú að íslenzka ríkið standi þeim skil á. Þessu fylgja síðan hótanir um að Íslendingum verði öðrum kosti vísað úr samfélagi þjóðanna með hörmulegum efnahagslegum afleiðingum. Undir þetta hafa síðan tekið nokkrir Íslendingar, jafnvel þeir sem ættu að vera í fyrirsvari fyrir þjóðina. Nú hefur það verið ítrekað oftar en tölu verði á komið að tilteknir einstaklingar hafa stofnað til þessara skulda, en ekki íslenzka ríkið og því síður þjóðin sem heild. Ef ríkið ætti að ábyrgjast slíkar skuldir – að ekki sé minnzt á þungar og ófyrirsjáanlegar byrðar næstu kynslóða – yrði það að styðjast við skýr fyrirmæli í lögum, alþjóðasamningum eða löglega bindandi yfirlýsingum ráðamanna sem hefðu til þess heimild. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið vakin athygli á þessu og farið hafi verið fram á nánari skýringar, hefur það ekki náð eyrum Norðurlandahöfðingja. Þá hafa Bretar og Hollendingar hafnað allri dómsmeðferð í hvaða formi sem er til þess að fá úr því skorið hvort slík skylda sé yfirleitt fyrir hendi og ef hún teldist vera, þá að hvaða marki. En viðbrögðin frá Norðurlöndum hafa birzt í endurteknum yfirlýsingum um að Íslendingar eigi að standa við skuldbindingar sínar, en nánari skýringar láta á sér standa. Nú má vera að höfðingjar Norðurlanda telji sig hafa annað við tímann að gera en svara því sem þeir telja greinilega raus íslenzkra lögfræðinga, blaðamanna og þingmanna og þá verður við það að sitja. En nú mætti ætla að málið væri komið á annað stig. Þegar forseti hafði synjað síðari Icesave-lögunum (lögum nr.1/2010) staðfestingar hélt Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra utan á fund starfsbræðra sinna á Norðurlöndum. Ætla verður að hann hafi innt þá nánari skýringar á afstöðu þeirra til Íslendinga og þá sérstaklega því við hvaða réttarheimildir yfirlýsingar þeirra styðjist um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í þessu Icesave-máli. Ennfremur má ætla að hann hefði óskað skýringa á stuðningi þeirra við afstöðu Breta og Hollendinga að hafna allri dómsmeðferð til að varpa ljósi á réttarstöðu Íslendinga. Gera verður ráð fyrir að viðmælendur ráðherrans hafi virt hann svars og þá sýnist mér eðlilegt að hann geri grein fyrir röksemdum Norðurlandaráðherranna fyrir þessum ítrekuðu fullyrðingum. Nú birtast á hverjum degi greinar og viðtöl við valinkunna menn sem halda því fram að engar eða í mesta lagi takmarkaðar skuldbindingar hvíli á Íslendingum til að greiða Icesave-skuldirnar. En viðbrögð frá Norðurlöndum eru sem fyrr órökstuddar fullyrðingar um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Kannski Steingrímur fjármálaráðherra bæti úr og færi okkur röksemdir viðmælenda sinna. Höfundur er lagaprófessor.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun