Umfjöllun: Sannfærandi Framsigur á meisturunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2010 20:52 Karen Knútsdóttir lék vel í kvöld. Mynd/Vilhelm Framkonur unnu sannfærandi fjögurra marka sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í gær, 27-31, á heimavelli meistaranna í Mýrinni. Framliðið hafi mikla yfirburði í seinni hálfleik eftir jafna byrjun í þeim fyrri og náðu sem dæmi mest sjö marka forskoti í seinni hálfleiknum. Stjörnuliðið hefur undanfarin ár haft nokkuð gott tak á Fram en eftir tvo sigra á stuttum tíma er ekki hægt að sjá annað en að Stjörnugrýlan sem dauð í Safamýrinni. Einar Jónsson, þjálfari Framstelpnanna var líka sáttur í leikslok. Stjarnan byrjaði leikinn betur, komst í 2-0, 4-1 og 7-4 en Framliðið tók frumkvæðið um miðjan hálfleikinn og náði mest tveggja marka forustu. Stjarnan náði að jafna leikinn aftur en Framarinn Hildur Þorgeirsdóttir skoraði síðasta mark hálfleiksins og kom Fram yfir í 15-14 fyrir leikhléið. Framliðið byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og var fljótlega komið með sex marka forskot eftir að hafa skorað 7 af fyrstu 9 mörkum seinni hálfleiks. Framliðið hélt góðum tökum á leiknum eftir það og vann á endnum með 4 marka mun eftir að hafa gefið aðeins eftir í lokin. Stella Sigurðardóttir og Karen Knútsdóttir áttu báðar stjörnuleik í gær, Stella tók ítrekað af skarið í sóknarleiknum og Karen nýtti sér klókindi sín vel, bæði í að stela boltanum hvað eftir annað í vörninni sem og að stjórna sóknarleiknum með miklum glæsibrag. Hildur Þorgeirsdóttir átti líka örugglega einn sinn besta leik í Frampeysunni til þessa. Stjörnuliðið náði aldrei takti í gær og margir leikmenn voru langt frá sínu besta. Alina Tamasan hélt uppi sóknarleik Stjörnunnar og var langmarkahæst með 13 mörk.Tölfræðin úr leiknum:Stjarnan-Fram 27-31 (14-15)Mörk Stjörnunnar (skot): Alina Tamason 13/4 (21/4), Elísabet Gunnarsdóttir 4 (5/1), Jón Sigríður Halldórsdóttir 4 (5), Þorgerður Anna Atladóttir 4 (8), Ester Viktoría Ragnarsdóttir 1 (5), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1 (9), Þórhildur Gunnarsdóttir (2), Indíana Jóhannsdóttir (1).Varin skot: Florentina Stanciu 18 (48/6, 38%), Sólveig Björk Ásmundardóttir (1/1).Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Jóna 2, Ester, Elísabet, Þorgerður)Fiskuð víti: Ester 2, Elísabet, Þorgerður. Skoruðu úr 4 af 5 vítum.Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 10/4 (18/7), Karen Knútsdóttir 6/3 (11/3), Hildur Þorgeirsdóttir 6 (11), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 2 (2), Marthe Sördal 2 (3), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (5), Hafdís Hinriksdóttir (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 18/1 (45/5, 40%).Hraðaupphlaupsmörk: 13 (Stella 4, Marthe 2, Karen 2, Pavla 2, Guðrún, Hildur, Ásta).Fiskuð víti: Karen 3, Ásta 2, Anna María Guðmundsdóttir 2, Stella, Pavla, Guðrún . Skoruðu úr 7 af 10 vítum. Olís-deild kvenna Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Framkonur unnu sannfærandi fjögurra marka sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í gær, 27-31, á heimavelli meistaranna í Mýrinni. Framliðið hafi mikla yfirburði í seinni hálfleik eftir jafna byrjun í þeim fyrri og náðu sem dæmi mest sjö marka forskoti í seinni hálfleiknum. Stjörnuliðið hefur undanfarin ár haft nokkuð gott tak á Fram en eftir tvo sigra á stuttum tíma er ekki hægt að sjá annað en að Stjörnugrýlan sem dauð í Safamýrinni. Einar Jónsson, þjálfari Framstelpnanna var líka sáttur í leikslok. Stjarnan byrjaði leikinn betur, komst í 2-0, 4-1 og 7-4 en Framliðið tók frumkvæðið um miðjan hálfleikinn og náði mest tveggja marka forustu. Stjarnan náði að jafna leikinn aftur en Framarinn Hildur Þorgeirsdóttir skoraði síðasta mark hálfleiksins og kom Fram yfir í 15-14 fyrir leikhléið. Framliðið byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og var fljótlega komið með sex marka forskot eftir að hafa skorað 7 af fyrstu 9 mörkum seinni hálfleiks. Framliðið hélt góðum tökum á leiknum eftir það og vann á endnum með 4 marka mun eftir að hafa gefið aðeins eftir í lokin. Stella Sigurðardóttir og Karen Knútsdóttir áttu báðar stjörnuleik í gær, Stella tók ítrekað af skarið í sóknarleiknum og Karen nýtti sér klókindi sín vel, bæði í að stela boltanum hvað eftir annað í vörninni sem og að stjórna sóknarleiknum með miklum glæsibrag. Hildur Þorgeirsdóttir átti líka örugglega einn sinn besta leik í Frampeysunni til þessa. Stjörnuliðið náði aldrei takti í gær og margir leikmenn voru langt frá sínu besta. Alina Tamasan hélt uppi sóknarleik Stjörnunnar og var langmarkahæst með 13 mörk.Tölfræðin úr leiknum:Stjarnan-Fram 27-31 (14-15)Mörk Stjörnunnar (skot): Alina Tamason 13/4 (21/4), Elísabet Gunnarsdóttir 4 (5/1), Jón Sigríður Halldórsdóttir 4 (5), Þorgerður Anna Atladóttir 4 (8), Ester Viktoría Ragnarsdóttir 1 (5), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1 (9), Þórhildur Gunnarsdóttir (2), Indíana Jóhannsdóttir (1).Varin skot: Florentina Stanciu 18 (48/6, 38%), Sólveig Björk Ásmundardóttir (1/1).Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Jóna 2, Ester, Elísabet, Þorgerður)Fiskuð víti: Ester 2, Elísabet, Þorgerður. Skoruðu úr 4 af 5 vítum.Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 10/4 (18/7), Karen Knútsdóttir 6/3 (11/3), Hildur Þorgeirsdóttir 6 (11), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 2 (2), Marthe Sördal 2 (3), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (5), Hafdís Hinriksdóttir (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 18/1 (45/5, 40%).Hraðaupphlaupsmörk: 13 (Stella 4, Marthe 2, Karen 2, Pavla 2, Guðrún, Hildur, Ásta).Fiskuð víti: Karen 3, Ásta 2, Anna María Guðmundsdóttir 2, Stella, Pavla, Guðrún . Skoruðu úr 7 af 10 vítum.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti