Innlent

Óvíst hvaða reglum verður kosið eftir

Á Alþingi. Tvö frumvörp liggja fyrir þinginu um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu. Að mati forsætisráðherra kemur til greina að smíða einfaldara frumvarp sem færi hratt í gegnum þingið.
Á Alþingi. Tvö frumvörp liggja fyrir þinginu um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu. Að mati forsætisráðherra kemur til greina að smíða einfaldara frumvarp sem færi hratt í gegnum þingið. Mynd/Anton Brink

Fyrir Alþingi liggja tvö frumvörp um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, eitt stjórnarfrumvarp og annað þingmannafrumvarp. Allsendis er þó óvíst að við annaðhvort þeirra verði stuðst við fyrirkomulag þessarar atkvæðagreiðslu.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið að hægt væri að fara aðrar leiðir en að byggja á stjórnarfrumvarpinu. „Það væri hægt að smíða einfaldara frumvarp sem gengi hraðar í gegnum þingið og svo er líka möguleiki á að byggja atkvæðagreiðsluna á reglugerð. Við skoðum hvernig þetta verður fljótast og best gert."

Málið var rætt á þingflokki Vinstri grænna í gær, en engin ákvörðun tekin.

Alþingi hefur ekki enn verið kallað saman, að sögn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur þingforseta. Hún segir það hins vegar taka skamman tíma þegar til kemur.- kóp, bþs








Fleiri fréttir

Sjá meira


×