Handbolti

Austurríki tapaði naumlega fyrir Þýskalandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson, þjálfari austurríska landsliðsins.
Dagur Sigurðsson, þjálfari austurríska landsliðsins. Nordic Photos / Getty Images

Lærisveinar Dags Sigurðssonar töpuðu naumlega fyrir Þjóðverjum í æfingaleik í Innsbruck í gær.

Þjóðverjar byrjuðu betur og voru yfir í hálfleik, 17-12. En þá tóku Austurríkismenn til sinna mála og voru nálægt því að jafna metin undir lokin.

Sérstaklega þóttu Austurríkismenn spila góða vörn en Ísland er í riðli með Austurríki á EM sem hefst þar í landi síðar í mánuðinum.

Michael Kraus var markahæstur Þjóðverjar með ellefu mörk og Holger Glandorf skoraði sjö.

Greinilegt er að Dagur Sigurðsson ætlar að ná miklu úr austurríska liðinu sem mun spila á sínu fyrsta stórmóti í handbolta nú á heimavelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×