Handbolti

Guðjón Valur með tólf

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Essen.
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Essen. Nordic Photos / Getty Images

Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum er lið hans, Rhein-Neckar Löwen, vann öruggan sigur á Essen, hans gamla liði, í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Guðjón Valur skoraði tólf mörk þó svo að hann hafi misnotað tvö víti af fimm. Staðan í hálfleik var 17-8, Löwen í vil.

Þá vann Flensburg sigur á Göppingen fyrr í dag, 31-24. Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir Flensburg og Jaliesky Garcia tvö fyrir Göppingen.

Þá tapaði Grosswallstadt fyrir Melsungen á heimavelli, 31-30. Einar Hólmgeirsson lék ekki með fyrrnefnda liðinu vegna meiðsla.

Nú þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni er Hamburg í öðru sætinu með 49 stig, einu meira en Rhein-Neckar Löwen. Kiel er vitaskuld búið að tryggja sér titilinn fyrir löngu.

Flensburg er í fimmta sætinu með 44 stig, Göppingen er í því sjötta með 40, Melsungen í tíunda með 29, Grosswallstadt í þrettánda með 22 stig og Essen í botnsætinu með þrjú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×