Erlent

Segir nauðsynlegt að yfirbuga Talibana svo 9/11 endurtaki sig ekki

Obama segir nauðsynlegt að yfirbuga Talibana.
Obama segir nauðsynlegt að yfirbuga Talibana.
Barack Obama segir nauðsynlegt að yfirbuga Talibana í Afganistan til að koma í veg fyrir álíka hryðjuverk og áttu sér stað þann 11. september 2001.

Forsetinn talaði til fyrrum hermanna í Phoenix en síðar í vikunni fara fram forsetakosningar í Afganistan.Hann sagði að bandarískar hersveitir ynnu nú hörðum höndum við að tryggja að kjörstaðir í Afganistan yrðu öruggir. Þá sagði hann einnig að þó að baráttan gegn uppreisnarmönnum væri hörð og blóðug, þá væri hún þess virði.

Þessi ummæli Obama koma í kjölfar ákvörðunar breskra yfirvalda að halda hersveitum sínum í Afganistan í það minnsta næstu fimm ár. Ummælin koma einnig í kjölfar aukinna blóðsúthellinga í þessari baráttu undanfarinn mánuð, þar sem margir aðilar vinveittir Bandaríkjunum hafa fallið.

Obama ítrekaði þá skoðun sína að besta blandan gegn Talibönum innihaldi hervald, ráðsnilld og þróun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×