Innlent

Báðust afsökunar á „fulleldis“ auglýsingu

Fögnuðu „fulleldinu“,
Fögnuðu „fulleldinu“,

„Það voru mikil vonbrigði að sjá auglýsinguna í Morgunblaðinu í morgun. Hún var ekki aðeins helmingi minni en í fyrra heldur einnig verulega illa unnin, bæði hvað varðar útlit og texta," segir í yfirlýsingu frá VR en heilsíðu auglýsing í Morgunblaðinu olli óánægju meðal félagsmanna. Tilgangur hennar var að fagna fullveldi Íslendinga.

Þeir sem auglýsa með VR í þessari umdeildu auglýsingu eru fyrirtækin Olís, Ormsson, Sölufélag Garðyrkjumanna ehf., og svo Sjálfstæðisflokkurinn. Þá eru einnig Verkalýðsfélagið Hlíf og Samtök iðnaðarins með í auglýsingunni. Þessi tenging hefur meðal annars orðið tilefni opins bréfs frá félagsmanni VR.

Í yfirlýsingu VR segir: „Þá olli það einnig vonbrigðum að sjá að þátttakendur í kveðjunni voru aðeins 7 í ár, en í fyrra voru þeir 23,[...]. Af þeim sökum má skilja þátttöku stjórnmálaflokks í auglýsingunni öðruvísi í ár en í fyrra, þegar Samfylkingin var meðal þátttakenda. Einnig spilar inn í að nú eru háværar deilur í þjóðfélaginu um alvarleg mál sem kljúfa þjóðina í fylkingar. Það er ekki hlutverk VR að taka þátt í slíkum deilum og þykir öllum hlutaðeigandi miður að þannig hafi mátt skilja auglýsinguna."

Þá kemur einnig fram í yfirlýsingunni að Morgunblaðið hefur móttekið athugasemdir VR og beðist afsökunar. Blaðið ætlar ekki að innheimta greiðslu vegna þátttöku VR í auglýsingunni.

Þegar haft var samband við formann Verkalýðsfélagsins Hlífar, Kolbein Gunnarsson, sagði hann að það hefði verið haft samband við sig frá Morgunblaðinu og félaginu boðið að vera með í auglýsingunni. Sjálfur sagðist hann ekki vita hverjir aðrir auglýstu.

Þá vakti meinleg stafsetningarvilla í fyrirsögn auglýsingarinnar athygli lesanda, þar var „fulleldi" Íslands fagnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×