Viðskipti innlent

Getum lært af reynslu Finna

Markku Linna áður ráðuneytisstjóri og Christopher Taxell fyrrum ráðherra og formaður samtaka atvinnulífsins í Finnlandi, fara yfir tillögur erlendrar sérfræðinganefndar til endurskipulagningar og úrbóta í menntamálum hér. Fréttablaðið/Stefán
Markku Linna áður ráðuneytisstjóri og Christopher Taxell fyrrum ráðherra og formaður samtaka atvinnulífsins í Finnlandi, fara yfir tillögur erlendrar sérfræðinganefndar til endurskipulagningar og úrbóta í menntamálum hér. Fréttablaðið/Stefán

„Viðhaldið fjárfestingum í menntun á öllum skólastigum,“ segir í tillögum erlendra sérfræðinga á sviði mennta og vísinda sem kallaðir voru til eftir hrun fjármálakerfisins til að aðstoða við að móta menntastefnu til framtíðar.

Kallað er eftir mannauðsstefnu í menntamálum, þar sem áherslur yrðu mótaðar eftir þjóðarhag. Þannig gæti verið þörf á auknadsarfsmenntun, í stað þess að öllum fjöldanum sé beint í háskólanám.

Auk sérfræðinga Efnahags- og samvinnustofnunarinnar (OECD) áttu sæti í nefndinni tveir Finnar með víðtæka reynslu úr atvinnulífi þar og ef enduruppbyggingu eftir finnska bankahrunið á níunda áratug síðustu aldar. „Starfstengda námið er sérlega mikilvægt til að tryggja nægt framboð af hæfu á vinnumarkaði þegar keppunni lýkur. Þetta þekkjum við frá Finnlandi,“ segir Markku Linna, fyrrum ráðuneytisstjóri í finnska menntamálaráðuneytinu.

Erlendu sérfræðingarnir leggja jafnframt til gagngera endurskoðun mennta- og rannóknakerfisins með víðtækri fækkun og sameiningu háskóla. Þeir eru nú sjö, en verða tveir gangi tillögurnar eftir. Samkeppni og fjölbreytni verði þó tryggð með því að annar verði opinber og hinn einkarekinn. Þá eigi að halda útibúm skólanna á landsbyggðinni. Með þessu náist bæði fram hagkvæmni í rekstri og svigrúm til að bæta áherslur í bæði kennslu og rannsóknum. „Þá ætti að auka samkeppni um fjármögnun, til dæmis eftir árangri og aðsókn í einstök verkefni,“ segir Linna.

Í þriðja lagi er lögð til aukin áhersla á nýsköpun og þá á afmörkuðum sviðum með góðum vaxtarmöguleikum, í jarðhitavísindum og lífvísindum, auk skapandi greina (upplýsingatækni). olikr@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×